Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

A landslið kvenna í knattspyrnu í lokakeppni EM

22.07.2024

 

A landslið kvenna í knattspyrnu tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu (EM) sem fram mun fara í Sviss sumarið 2025 þegar það lagði þýska landsliðið 3-0, í stórleik á Laugardalsvellinum þann 12. júlí sl. Nokkrum dögum síðar spiluðu þær við Pólland og unnu góðan sigur, 1-0, og enduðu þar með í öðru sæti í riðlinum á eftir Þýskalandi. Pólland og Austurríki voru einnig með þeim í riðli.

Það er virkilega ánægjulegt að íslenska kvennalandsliðið hafi tryggt sér sæti á EM á svona sannfærandi hátt og óskar ÍSÍ leikmönnum, þjálfurum og öðrum í teymi íslenska liðsins til hamingju með árangurinn og góðs gengis á mótinu og í þeim verkefnum sem framundan eru hjá liðinu.