Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

Afreksstjóri ÍSÍ er mættur til Parísar

23.07.2024

 

Ólympíuleikarnir í París eru nú handan við hornið og einungis þrír dagar í að setningarhátíð leikanna fari fram.
Hluti af starfsfólki ÍSÍ er mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst. Má þar nefna Véstein Hafsteinsson, afreksstjóra ÍSÍ og aðalfararstjóra, Brynju Guðjónsdóttur, fararstjóra og sérfræðing á Afrekssviði ÍSÍ og Höllu Kjartansdóttur, sem er í fararstjórn utan þorps.
Fleiri eru væntanlegir á svæðið og munu aðstoða við undirbúning en að mörgu er að hyggja áður en þátttakendur mæta á svæðið.

Í Ólympíuþorpinu er verið að fullbúa vistarverur íslensku þátttakendanna svo að vel fari um hópinn á meðan á dvölinni í þorpinu stendur, ásamt því að hengja upp merkingar svo að ekki fari á milli mála að þar dvelja Íslendingar. Það er mikil hefð fyrir því í Ólympíuþorpum að auðkenna húsin með þjóðfánum þeirra sem þar dvelja og er þorpið nú þegar orðið mjög skreytt af alls konar merkingum og fánum. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning meðal hópanna.

Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn Hafsteinsson og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og með fréttinni fylgir mynd sem tekin var af þeim við það tilefni. ÍSÍ óskar auðvitað Þóri og hans frábæra handknattleiksliði góðs gengis á Ólympíuleikunum.

ÍSÍ hvetur alla Íslendinga til þess að fylgjast vel með stærsta íþróttaviðburði í heimi, sem framundan er, og styðja íslensku keppendurna áfram. Það verður án efa spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þeim á leikunum.
Áfram Ísland!

Myndirnar eru af Vésteini, afreksstjóra ÍSÍ við komuna í París, af Vésteini og Þóri og af Vésteini og Brynju Guðjónsdóttur, fararstjóra.

Myndir með frétt