Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Íslendingar leynast víða á Ólympíuleikunum

02.08.2024

 

Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður er að starfa á Ólympíuleikunum. Hann er að mynda golfið á leikunum og er þetta í fyrsta skiptið sem hann starfar við upptökur á Ólympíuleikum. 
Hann er með víðtæka reynslu í að taka upp golfviðburði og hefur meðal annars verið tökumaður á helstu golfmótum í Evrópu. Má þar nefna Ryder-bikarinn. Friðrik Þór hefur myndað tugi Íslandsmeistaramóta og fylgt íslenskum atvinnumönnum eftir á golfmótum erlendis.


Alltaf skemmtilegt að frétta af Íslendinum í fjölbreyttum hlutverkum á svona stórviðburði.

Mynd úr einkasafni.

Myndir með frétt