Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

Hákon Þór fékk góðan stuðning í Chateauroux

04.08.2024

 

Einn af keppendunum í Ólympíuhópi Íslands, Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, fékk góðan stuðning að heiman því fjölskylda hans, eiginkona, tvö barna hans og tengdasonur Ólafur Magni Jónsson, fylgdu honum til Chateauroux í Frakklandi á Ólympíuleikana til að fylgjast með honum og hvetja áfram. Eiginkona Hákonar, Birna Jóhanna Sævarsdóttir, sagði að ekkert annað hefði komið til greina en að fylgja honum á stóra sviðið enda ótrúlegt tækifæri fyrir hann að komast alla leið á Ólympíuleikana. Börnin hans tvö, Emma Karen Hákonardóttir og Svavar Þór Hákonarson, voru ofur stolt af föður sínum og vildu heldur ekki missa af tækifærinu að sjá hann keppa á Ólympíuleikunum en allir vita hversu einstakt afrek það er að komast þangað.
 
Þau voru stressuð en stolt af honum og vissu að Hákon gæti náð langt enda oft skotið afar vel, eins og hann sýndi seinni daginn þegar honum tókst að hitta úr öllum 25 skotunum í seinni lotunni. Þrátt fyrir að hafa ekki komist í úrslit að þessu sinni, fannst þeim honum hafa gengið vel en andstæðingarnir hafi einfaldlega náð að gera betur í þetta skiptið. Þau hafa átt góðan tíma í Frakklandi og fara þaðan með góðar minningar! Þau hefðu heldur ekki geta verið sáttari með stuðningsliðið sem kom alla leið frá Íslandi, en þau voru alls átta saman, í sérhönnuðum bolum, að hvetja Hákon áfram. Þau vonast svo auðvitað til þess að sá gamli endurtaki leikinn og fari aftur á næstu leika sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum eftir fjögur ár! Það væri auðvitað alveg geggjað!

Myndir úr einkasafni.

 

Myndir með frétt