Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Starfsdagur hjá starfsfólki svæðisskrifstofanna

02.09.2024

 

Síðastliðinn miðvikudag, þann 28. ágúst, hittist starfsfólk svæðisstöðvanna hér í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum og fékk ítarlega kynningu á mörgum verkefnum íþróttahreyfingarinnar. Var um að ræða fræðslu um ÍSÍ og UMFÍ, auk þess sem sérfræðingar Mennta- og barnamálaráðuneytis fjölluðu um farsældarlögin og mörgu sem þeim tengist. Hópurinn fékk einnig fræðslu um einstök verkefni og þar á meðal kynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra um verkefnið Allir með en það tengist m.a. áherslum í starfi svæðisstöðvanna.

Hópurinn vann svo saman í hópum, skiptist á skoðunum og fóru yfir fyrstu dagana í starfinu. Starfsfólkið er í óðaönn að safna gögnum, funda með íþróttahéruðum, sveitarfélögum og fleiri aðilum. Það er liður í gerð aðgerðaráætlunar og þjónustusamninga sem verða útbúin í framhaldi af gagnasöfnuninni og samtali við íþróttahéruðin.

Hópurinn kynntist svo betur í fjölbreyttu hópefli og samveru yfir daginn sem brotinn var upp með léttum áskorunum og leikjum. Deginum lauk á grillveislu með starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal þar sem farið var í allskyns leiki, þar sem hópnum var blandað saman í mismunandi hópa.

Þessa dagana er einnig unnið að því að ljúka ráðningum á tveimur af síðustu svæðisfulltrúunum en vonast er til þess að seinni fulltrúi á Austurlandi og Norðurlandi vestra liggi fyrir á næstu dögum.

Hanna Carla Jóhannsdóttir, verkefnastjóri var ánægð með fyrsta hittinginn hjá hópnum. „Þetta er æðislegur hópur, frábært teymi sem hefur hrist sig saman og vill ganga í takt í splunkunýju verkefni,“ sagði Hanna Carla eftir daginn. Starfsmenn hópsins eru búsettir um allt land og bakgrunnur þeirra fjölbreyttur, sumir koma úr íþróttahreyfingunni, aðrir úr listum, lögreglu, stjórnsýslu og kennslu eða öðrum störfum.

Hlutverk svæðisstöðvanna er að þjónusta íþróttahéruð landsins í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. Styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar. 

Myndir/Jón Aðalsteinn

Myndir með frétt