Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Fjölmennur og fjörugur Formannafundur í Laugardalnum

25.11.2024

 

Formannafundur ÍSÍ fór fram síðastliðinn föstudag, 22. nóvember, í veislusal Knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardal. Fyrir fundinn var frambjóðendum stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram til Alþingiskosninga, boðið að mæta og kynna þeirra stefnu varðandi íþróttatengd málefni og eiga samtal við fólk úr íþróttahreyfingunni. Úr urðu hressilegar og málefnalegar umræður milli frambjóðendanna við spyrjendur úr sal. 

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, setti Formannafundinn og flutti ávarp. Fundarstjóri var Þórey Edda Elísdóttir, fyrsti varaforseti ÍSÍ, fundarritari, Jón Reynir Reynisson, starfsmaður ÍSÍ á Stjórnsýslusviði. 

Formannafundurinn var virkilega vel sóttur og mörg mál kynnt og rædd. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, fór yfir starfsemi ÍSÍ síðastliðið ár og Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri ÍSÍ, fór yfir fjármál ÍSÍ. Málefni sem framkvæmdastjórn kynnti sérstaklega á fundinum voru svæðisstöðvar íþróttahéraðanna, málefni afreksíþrótta, fjármál íþróttahreyfingarinnar, staða á vinnuhópum innan ÍSÍ og Íþróttaþing. 

Að loknum fundi bauð ÍSÍ til kvöldverðar í Þróttarheimilinu.

ÍSÍ þakkar öllum þátttakendum fyrir góðan og gagnlegan fund.

Hér má finna gögn frá fundinum.

Fleiri myndir má finna hér. Ljósmyndari: Arnaldur Halldórsson.

Myndir með frétt