Tvö ný í stjórn ÞRÍ

Níunda ársþing Þríþrautarsambands Íslands fór fram 30. mars í húsakynnum ÍSÍ. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ávarpaði þingið og Valerie Majer forseti ÞRÍ kynnti skýrslu stjórnar fyrir árið 2024.
Geir Ómarsson framkvæmdastjóri ÞRÍ fór yfir rekstur síðasta árs ásamt því að kynna rekstraráætlun ársins 2025. Engar lagabreytingar lágu fyrir þinginu þetta árið.Að lokum var kosið um tvö sæti aðalmanna í stjórn til tveggja ára og voru Elísabet Einarsdóttir og Hörður Sigurðarson sjálfkjörin. Fyrir í stjórn eru Valerie Maier, Ragnar Fjalar Sævarsson og Jón Axelsson. Varamenn í stjórn til eins árs voru kjörnar Sirrý Hallgrímsdóttir, Katrín Pálsdóttir og Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir.