Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Framboðsfrestur til embættis forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar

16.04.2025

 

77. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ gefur ekki áfram kost á sér í forsetaembættið og verður því kosið um nýjan forseta á þinginu. Einnig verða kjörnir 7 meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Tilkynningar um framboð skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 3 vikum fyrir Íþróttaþing, sem er þá fyrir lokun skrifstofu ÍSÍ kl. 16:00 þann 25. apríl nk.  Til að tilkynning um að framboð teljist lögleg skal eitt ólympískt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag hafa lýst yfir stuðningi við það. 

Hafi ekki nægilegur fjöldi gefið kost á sér á þeim tíma, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn enda sé það tryggilega tilkynnt sambandsaðilum. Hafi, þrátt fyrir það, eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða. 

Þeir sem kjörnir eru í framkvæmdastjórn skulu vera lögráða og ekki hafa á síðustu þremur árum hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga eða skattalögum. Þá skal bú þeirra ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta á síðastliðnum þremur árum. Þeir sem kjörnir eru í framkvæmdastjórn, mega ekki gegna formennsku í sérsambandi eða héraðssambandi/íþróttabandalagi.

Óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.