Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

30

Halldór áfram formaður STÍ

26.04.2025

 

47. ársþing Skotíþróttasambands Íslands fór fram þann 26. apríl. Þingið sátu fulltrúar aðildarfélaga STÍ og voru þeir 33 frá níu félögum.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ávarpaði þingið og var Jón S. Ólafsson, fyrrverandi formaður STÍ, þingforseti. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá og kosning í stjórn. Halldór Axelsson er áfram formaður STÍ og Jórunn Harðardóttir varaformaður. Ein breyting var á varamönnum í stjórn en Valur Richter er nýr varamaður í stað Sigurðar I. Jónssonar sem gaf ekki kost á sér. 

Þingskjöl má finna hér.