Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
9

Morgunfundur um íþróttir 19. maí

08.05.2025

 

Samband íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ standa fyrir morgunfundi um íþróttir á Grand hótel þann 19. maí næstkomandi. 

Léttur morgunverður í boði frá kl. 8:30 og hefst dagskrá kl. 8:50. Öll eru velkomin en mikilvægt að skrá þátttöku hér.

Á fundinum verður ný greining Sambands íslenskra sveitarfélaga á stuðningi sveitarfélaga við íþróttastarf á landinu kynnt. Þá mun Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands, segja frá samvinnu ÍSÍ og sveitarfélaga um allt land. Forseti ÍSÍ og/eða Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, munu ávarpa fundinn.

Að lokum verða pallborðsumræður með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar og er áætlað að fundi ljúki um 10:30. 


Dagskrá morgunfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ um íþróttir

8:30: Húsið opnar - morgunmatur

8:50: Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga opnar fundinn

9:00: Forseti ÍSÍ / Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ - ávarp

9:10: Óskar Þór Ármannsson, teymisstjóri íþrótta hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu

9:20: Saga Guðmundsdótir, aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga - Greining um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf

9:40 Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands

10:00 Pallborðsumræður