Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
7

Fyrstu verðlaun íslenskra íþróttaliða á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

06.08.2025

 

Gull- og bronsverðlaun íslensku handknattleiksliðanna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar voru þau fyrstu sem Ísland vinnur í hópíþrótt á Ólympíuhátíðinni. Keppni lauk í Skopje þann 26. júlí og var frammistaða íslensku keppendanna heilt yfir mjög góð.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára og er um afar sterkt mót að ræða. Það er því ekki sjálfgefið að komast á verðlaunapall og er árangur íslensku handknattleiksliðanna því sérlega eftirtektarverður.

Ísland hefur fimm sinnum áður komist á verðlaunapall á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Árið 2022, þegar keppt var í Banská Bystrica í Slóvakíu, vann Birnir Freyr Hálfdánarson til bronsverðlauna í 200 metra fjórsundi og árið 1997 í Lissabon í Portúgal komust þrír íslenskir keppendur á verðlaunapall. Örn Arnarson, sem síðar átti eftir að keppa á þrennum Ólympíuleikum, vann gullverðlaun í 100 metra baksundi og silfurverðlaun í 200 metra baksundi, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sem keppti á Ólympíuleikunum árin 2000 og 2004, vann brons í 100 metra baksundi og Einar Karl Hjartarson gullverðlaun í hástökki. Þess má geta að Einar Karl á ennþá Íslandsmetið í hástökki innanhúss (2,28 metrar) en metið hefur staðið frá því í febrúar 2001.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er haldið annað hvert ár og skiptist í sumar- og vetrarleika. Næstu vetrarleikar verða í Brasov í Rúmeníu árið 2027 og síðar sama ár verða sumarleikarnir haldnir í Lignano Sabbiadoro á Ítalíu.

Myndir með frétt