Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ í Vestmannaeyjum

Skóladagurinn í skólunum í Vestmannaeyjum hófst í dag með vinaverkefnum þar nemendur í Hamarsskóla heimsóttu vinabekki í Barnaskólanum og 1. og 10. bekkur, 2. og 9. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 7. bekkur, og 5. og 6. bekkur unnu saman að litlum verkefnum. Göngum í skólann var svo sett formlega á tröppum Barnaskólans.
Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri, bauð gesti og nemendur velkomna og að því loknu ávarpaði lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Arndís Bára Ingimarsdóttir, nemendahópinn og hvatti þau til að ganga eða hjóla í skólann og fara varlega. Að lokum hélt Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri fræðslu- og almenningssviðs ÍSÍ, stutt ávarp og afhenti skólanum fána Göngum í skólann og bolta og fleira að gjöf.
Verkefnið var gengið af stað með þátttöku allra nemenda grunnskólanna sem gengu fylktu liði að íþróttamiðstöðinni þar sem Ólympíuhlaup ÍSÍ var sett. Þar var í boði að hlaupa 2 km, 3,1 km og 5 km.
Öll umgjörð og utanumhald var af hendi skólans var til fyrirmyndar og margt starfsfólk hljóp með og nemendur tóku virkan þátt. Að hlaupi loknu var boðið upp á pylsuveislu. Veðrið í Eyjum var að auki frábært sem gerði daginn einstaklega eftirminnilegan og skemmtilegan fyrir alla þátttakendur.
Allir grunnskólar landsins geta tekið þátt í Göngum í skólann en hér má finna skráningarsíðu verkefnisins.
Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og barnamálaráðuneytið, embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ er styrkt af Íþróttaviku Evrópu - European week of sport (European Commission)
Allar upplýsingar um Ólympíuhlaup ÍSÍ má svo finna hér.