Norrænn fundur í Helsinki

Fundur norrænna íþrótta- og ólympíusambanda stendur nú yfir í Helsinki í Finnlandi. Fundurinn er árlegur vettvangur sambandanna til að ræða það sem helst brennur á íþróttastarfinu hverju sinni og þær áskoranir sem íþróttahreyfingin á Norðurlöndum þarf að glíma við.
Samhliða fara fram fundir norrænna íþróttamannanefnda og norrænna Paralympic sambanda og sitja fulltrúar á þeim fundum hluta af dagskrá fundar íþrótta- og ólympíusambandanna.
Willum Þór Þórsson forseti, Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti, Olga Bjarnadóttir 2. varaforseti, Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir sviðsstjóri sækja fundinn af hálfu ÍSÍ.
Af hálfu Íþróttamannanefndar ÍSÍ sækja fundinn þær Sigrún Agatha Árnadóttir formaður og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og af hálfu Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) þeir Þórður Árni Hjaltested formaður og Jón Björn Ólafsson framkvæmdastjóri.