3. desember - Alþjóðlegur dagur fatlaðra
03.12.2025
Alþjóðlegur dagur fatlaðra er í dag, 3. desember og í tilefni hans er fjólublár litur víða sýnilegur í samfélaginu.
Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun, baráttunni fyrir réttindum þess og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Fatlað fólk er um 15% mannkyns samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Til að mæta betur þörfum fyrir íþróttir fyrir börn með fötlun þá hafa ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttasamband fatlaðra haldið úti verkefninu Allir með síðustu árin. Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti. Verkefnið er liður í að ná markmiðum 30. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Helstu markmið verkefnisins eru:
- Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþróttahreyfinguna.
- Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nærumhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir - með viðeigandi aðlögun.
- Að allir skuli eiga kosta á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap.
Til hamingju með daginn!