Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
8

Íþróttafólk sérsambanda 2025

07.01.2026

 

Á hverju ári veitir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands viðurkenningar til íþróttamanna og íþróttakvenna sérsambanda ÍSÍ, á sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tengslum við kjör á Íþróttamanni ársins. Að þessu sinni fór hófið fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 3. janúar síðastliðinn og var mikið um dýrðir.

Íþróttafólk ársins 2025 fékk afhenta veglega verðlaunagripi sem Ólympíufjölskylda ÍSÍ gefur, en þau fyrirtæki sem mynda saman Ólympíufjölskyldu ÍSÍ eru Icelandair, Íslensk getspá og Toyota. ÍSÍ þakkar þeim kærlega fyrir veittan stuðning.

Á vefsíðu ÍSÍ er að finna samantekt yfir íþróttafólk sérsambanda fyrir árið 2025, unnið upp úr greinargerðum frá sérsamböndum ÍSÍ. Einnig er búið að setja inn myndir frá viðburðinum inn á myndasíðu ÍSÍ. Myndirnar tók Arnaldur Halldórsson, ljósmyndari.

ÍSÍ óskar afreksíþróttafólki sérsambandanna innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu 2025 og allra heilla á árinu 2026.