Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
9

Skilafrestur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti 12. janúar!

08.01.2026

 

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna keppnisferða í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót ársins 2024.  Til úthlutunar að þessu sinni eru 123,9 milljónir króna. Upphæðin sem nú verður til úthlutunar er framlag ríkisins á fjárlögum ársins 2025 en þess má geta að sjóðurinn fékk 100 milljón króna hækkun á fjárlögum ársins 2026, sem verður þá til úthlutunar í byrjun árs 2027.

Fjárframlagið sem sjóðurinn úthlutar kemur úr Fjárlögum Alþingis og hefur sjóðurinn fengið árlegt fjárframlag frá ríkinu allt frá árinu 2007, þegar fyrst var úthlutað úr sjóðnum. 

Umsóknarvefur sjóðsins.

Almennar upplýsingar varðandi sjóðinn.

Umsjónarmaður sjóðsins á skrifstofu ÍSÍ er Jón Reynir Reynisson, netfang jon@isi.is eða sími 514 4000.