Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 9. febrúar
15.01.2026
ÍSÍ býður upp á fjarnám í almennum hluta þjálfaramenntunar á 1. og 2. stigi. Vorönnin hefst mánudaginn 9. febrúar nk. Námið er hluti af menntakerfi ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþáttinn sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.
Skráning og greiðsla:
Skráning fer fram í gegnum Abler. Smelltu hér fyrir skráningu. Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa áður skráð sig í Sportabler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“.
Nánari upplýsingar um námið sjálft má nálgast með því að smella hér en einnig er hægt að hafa samband við Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 eða 863-1399, og á netfanginu vidar@isi.is.
Hvað segja nemendur um helstu kosti námsins?
„Hversu djúpt er farið í námsefnið og að það sé alþjóðlega tengt, í takt við það sem er verið að gera út í heimi.“
„Gott aðgengi að kennara þrátt fyrir fjarnám.“
„Mjög gagnlegt nám og mikilvægt að þjálfarar og þeir sem hafa áhuga á þjálfarastarfinu geti sótt það á svona einfaldan máta.“
„Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn.“
„Skýr uppbygging, fjölbreytt efni og góð tenging við raunverulegar aðstæður í þjálfun barna og unglinga.“