Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Heiðursforsetar ÍSÍ

Forseti ÍSÍ 1962 - 1980  
Gísli Halldórsson


Gísli Halldórsson, f. 12. ágúst 1914, d. 8. október 2012.

Gísli Halldórsson var kjörinn Heiðursforseti ÍSÍ árið 1994 eftir 18 ár sem forystumaður íþróttahreyfingarinnar. Hann var formaður Ólympíunefndar Íslands á árunum 1973-1994, en sat í nefndinni frá árinu 1951. Hann var forseti ÍSÍ frá 1962-1980. 

Gísla hlotnuðust marg­ar viður­kenn­ing­ar. Hann hlaut ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1963 og stór­ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1974, heiðursorðu Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar 1983 og gull­orðu Heims­sam­bands Ólymp­íu­nefnda 2002, ef nefna á nokkrar.

Forseti ÍSÍ 1991 - 2006  
Ellert B. Schram


Ellert B. Schram, f. 10. október 1939 - d. 24. janúar 2025.

Ellert B. Schram var kjörinn Heiðursforseti ÍSÍ á 68. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2006.

Ellert var kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 1991 og gegndi því embætti til ársins 2006. Þar á undan var hann formaður Knattspyrnusambands Íslands í 16 ár. 

Ellert var sæmdur fjölmörgum viðurkenningum á sínum forystuferli í íþróttahreyfingunni. Hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2001 fyrir störf í þágu íþrótta og hann var einnig sæmdur lárviðarsveig Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) árið 2018.

 

 

 

 

Forseti ÍSÍ 2013-2025
Lárus L. Blöndal


Lárus L. Blöndal f. 5. nóvember 1961.

Lárus var kjörinn Heiðursforseti ÍSÍ á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2025. Lárus var kjörinn forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og gegndi því embætti til ársins 2025 eða í 12 ár. Áður var Lárus varaforseti ÍSÍ í sjö ár og þrjú ár sem formaður Afrekssjóðs ÍSÍ.

Lárus hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir leiðtogastörf í íþróttahreyfingunni. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2018 fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.