Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
10

1. Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál?
Hægri grænir, flokkur fólksins telur að ástundun íþrótta sé lykill að góðu samfélagi og mjög nauðsynlegt sé að halda vel utan um íþróttakennslu og íþróttafólkið okkar enda séu íþróttir ein allra besta forvörnin varðandi vímuefnanotkun ungmenna á íslandi.
Hægri grænir vilja stórauka framlög ríkisins til íþróttahreyfingarinnar og geta bent á margar matarholur þar sem fjármagni sé betur varið t.d. til málefna íþróttafélaga.  Í því sambandi mætti nefna styrki til stjórnmálaflokka sem nú nema rétt tæpum tveimur milljörðum á kjörtímabili, eins mætti nefna beina styrki til ákveðinna listamanna sem valdir eru af kjörnum fulltrúum.

2. Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins í landinu?
Varðandi þessa spurningu vísum við til svars okkar við spurningu 1 og er stutta svarið við þessari spurningu því JÁ.

3. Með hvaða hætti vill flokkurinn stuðla að því að öll börn og ungmenni hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi?
Með því að tryggja íþróttafélögum nægilegt fjármagn til þess að ráða hæfa þjálfara og leiðbeinendur án þess að félags og æfingagjöld verði það há að fólk sjái sér ekki fært að senda börn sín í íþróttir.

4. Með hvaða hætti vill flokkurinn efla umhverfi afreksíþrótta s.s. gagnvart lýðréttindum afreksíþróttafólks og stafsemi sérsambanda ÍSÍ og ÍsÍ?
Með því að auka það fjármagn sem nú er sett beint til sérsambanda og eyrnamerkja ákveðna upphæð eingöngu til afreksíþróttamanna og landsliða.  Í skákíþróttinni greiðir ríkið laun stórmeistara og mætti t.d. taka upp kerfi þar sem ríkið greiddi launakostnað landsliðsþjálfara.

5. Með hvaða hætti hyggst flokkurinn framfylgja íþróttastefnu ríkisins sem sett var fram árið 2011 og ber yfirskriftina „stefnumótun mennta og menningamálaráðuneytisins í íþróttamálum“?
Hægri grænir, flokkur fólksins vill endurskoða þá stefnu en að sjálfsögðu á að framfylgja þeim stefnum sem settar eru og tryggja að fjármagni sé veitt til þess málaflokks.  Stefnt skal að sem minnstri  miðstýringu og fjármagninu komið beint til félaganna sjálfra skv. ákveðnum reglum sem setja þyrfti um málefnið.

6. Mun þinn flokkur standa vörð um Íslenska getspá sem burðarás í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalags Íslands?
Hægri grænir vilja standa vörð um Íslenska getspá sem burðarrás í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalag Íslands. Hægri grænir eru á móti því að félag listamanna fái að krukka í þá fjármögnun.