Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
31.05.2019

Þrjú gullverðlaun í frjálsum í dag

Þrjú gullverðlaun í frjálsum í dagFrjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum 2019 lauk í Svartfjallalandi í dag með frábærum árangri Íslands. Þrjú gullverðlaun, fjögur silfururverðlaun og sex bronsverðlaun hjá íslensku keppendunum á lokadegi. Einnig voru margir að bæta sinn besta árangur, stelpurnar í 4×100 metra boðhlaupi settu aldursflokkamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára og Dagbjartur Daði Jónsson setti aldursflokkamet 20-22 ára í spjótkasti.
Nánar ...
31.05.2019

Stelpurnar sigruðu Mónakó í körfu

Stelpurnar sigruðu Mónakó í körfuEinn leikur fór fram í dag í keppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en íslenska liðið lék gegn liði Mónakó. Stelpurnar okkar tóku sér fyrsta leikhlutann í að hitna og koma sér í gang en staðan var 26:23 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá vörn okkar stelpna sem settu í lás og sóttu mun ákveðnara hinum megin á vellinum. Staðan í hálfleik 51:28 og ljóst í hvað stefndi. Næsti leikhluti fór 18:13 og sá síðasti 22:18 og öruggur 91:59 sigur í höfn.
Nánar ...
31.05.2019

Keppni lokið hjá borðtennisfólki

Keppni lokið hjá borðtennisfólkiNú er keppni lokið hjá borðtennisliði Íslands á Smáþjóðaleikunum. Í dag fór fram einliðaleikur og spiluðu Magnús Gauti Úlfarsson og Ingi Darvis Rodriguez karlamegin og Aldís Rún Lárusdóttir og Agnes Brynjarsdóttir kvennamegin. Magnús Gauti var næst því að komast upp úr riðli en hann fór inn í lokaleikinn sinn í dag með einn sigur og eitt tap. Að lokum fór það svo að allir keppendur duttu úr leik og hafa því lokið keppni.
Nánar ...
31.05.2019

Svekkjandi tap gegn Mónakó

Svekkjandi tap gegn MónakóKarlalandsliðið í blaki mætti Mónakó í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Hvorugt liðanna hafði unnið leik á mótinu til þessa.
Nánar ...
31.05.2019

Íslenskir dómarar að störfum

Íslenskir dómarar að störfum Sjö íslenskir dómarar eru á Smáþjóðaleikunum. Þeir eru Jón Ólafur Valdimarsson og Sævar Már Guðmundsson í blaki, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson í körfuknattleik, Haraldur Hreggviðsson, Sarah Buckley og Sigurþór Sævarsson í sundi. Körfuknattleiksdómararnir dvelja í bænum Bar þar sem körfuknattleikskeppni leikanna fer fram. Aðrir dómarar gista í leikaþorpinu þar sem þátttakendur dvelja.
Nánar ...
31.05.2019

Þriðji sigur í höfn hjá blakstelpunum

Þriðji sigur í höfn hjá blakstelpunumÍslenska kvennalandsliðið í blaki mætti Liechtenstein á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í morgun. Fyrir leikinn hafði íslenska liðið unnið tvo leiki af þremur en Liechtenstein tapað öllum sínum leikjum.
Nánar ...
30.05.2019

Þriðji keppnisdagur á Smáþjóðaleikunum - Samantekt

Þriðji keppnisdagur á Smáþjóðaleikunum - SamantektSólin lét loksins sjá sig, á þriðja keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Tenniskeppnin gat hafið göngu sína því allir vellir voru þurrir og veðrið gott. Birkir Gunnarsson keppti við Omar Sudzuka frá Möltu í morgun í 16. liða úrslitum í tenniskeppni Smáþjóðaleikanna. Leikurinn var æsispennandi. Birkir tapaði fyrstu lotu 3:6, en vann síðan næstu tvær 6:2 og 6:4. Birkir keppti síðan aftur einliðaleik í dag, í átta liða úrslitum, og tapaði þá fyrir Lucas Catarina 2:0. Hera Björk Brynjarsdóttir tapaði 2:0 fyrir keppanda frá Lúxemborg, Marie Anne Weckerle. Anna Soffía Grönholm keppti við Danae Petroula frá Mónakó í gær þar sem hún tapaði fyrstu lotu. Hún var yfir í annarri lotu þegar að stoppa þurfti leikinn vegna rigningar. Leikurinn fór 2:0 fyrir Petroula (6:1, 7:6).
Nánar ...
30.05.2019

Naumt tap gegn Svartfellingum í körfu karla

Naumt tap gegn Svartfellingum í körfu karlaÍslenska landsliðið í körfuknattleik spilaði hörkuleik við Svartfjallaland í dag, en leikurinn endaði á sigri Svartfellinga 86-92. Strákarnir hvíla á morgun, en spila síðan við Kýpur á föstudag.
Nánar ...
30.05.2019

Frábær lokadagur í sundkeppni Smáþjóðaleikanna

Frábær lokadagur í sundkeppni SmáþjóðaleikannaSíðasta keppnisdeginum af þremur er nú lokið í sundkeppni Smáþjóðaleikanna. Í dag bættust við fimm gullverðlaun, ein silfurverðlaun, sjö bronsverðlaun, Íslandsmet og Landsmet og svo átta bætingar einstaklinga í sínum sundum.
Nánar ...
30.05.2019

Ráðherrafundur í Svartfjallalandi

Ráðherrafundur í SvartfjallalandiÍ tengslum við Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi var haldinn fundur ráðherra íþróttamála allra þátttökuþjóðanna á leikunum, líkt og tíðkast hefur á fyrri leikum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, komst ekki á leikana að þessu sinni en Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur úr ráðuneytinu sótti leikana og ráðherrafundinn fyrir hennar hönd.
Nánar ...