Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
02.06.2017

GSSE 2017: Gull í bogfimi

GSSE 2017: Gull í bogfimiHelga K. Magnús­dótt­ir vann til gull­verðlauna í bogfimi með trissuboga í dag. Hún vann kepp­anda frá Lúx­em­borg í úrslitum 140:129. Mar­grét Ein­ars­dótt­ir vann til bronsverðlauna í bogfimi með trissuboga. Hún vann keppanda frá San Marínó í keppni um bronsverðlaunin, 137:133.
Nánar ...
02.06.2017

GSSE 2017: Tveir Íslendingar kepptu í skotfimi með leirdúfum

Tveir íslenskir keppendur tóku þátt í skotfimi með leirdúfum í dag. Það voru þeir Örn Valdi­mars­son og Há­kon Svavars­son. Örn fékk 66 stig og er í 4. sæti eft­ir fyrri undanúr­slit­in. Há­kon er með 64 stig og er í 6. sæti. Efstir eru Kýpverjarnir Achil­leos og Chasi­kos með 70 stig.
Nánar ...
02.06.2017

GSSE 2017: Gull og landsmet í sundi

GSSE 2017: Gull og landsmet í sundiÍslenska boðsunds­sveit­in vann til gullverðlauna í 4x100 m skriðsundi kvenna. Bryn­dís Han­sen, Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir og Bryn­dís Bolla­dótt­ir syntu á tímanum 3:49,24 sek­. Mónakó varð í 2. sæti.
Nánar ...