Ríó 2016 - Undirbúningur í ólympíuþorpi
Jafnt og þétt fjölgar í ólympíuþorpinu í Ríó og er í mörg horn að líta hjá skipuleggjendum sem og fararstjórum íslenska hópsins. Ríó 2016 - Fyrstu Íslendingarnir mættir í ólympíuþorpið
Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og aðalfararstjóri íslenska hópsins kom til Ríó fyrir nokkrum dögum. Eitt af fyrstu verkum hans í ólympíuþorpinu var að merkja íbúðir Íslands, en hver þjóð merkir sínar íbúðir með fánum og borðum. Að sögn Andra lítur þorpið vel út og lítið um vandamál hjá Íslendingunum hvað varðar aðbúnað, þótt aðrar þjóðir hafi það verr, því ekki eru allar íbúðir íþróttamanna tilbúnar. Örvar Ólafsson starfsmaður á Afreks- og Ólympíusviði fór utan í fyrradag og njóta þeir félagar því félagsskapar hvor annars. Í ólympíuþorpinu er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar en fyrir utan blokkir þjóðanna eru til dæmis sundlaugar.
Íþróttablaðið
Ríó 2016 - Yfirlýsing Alþjóðaólympíunefndarinnar
Ríó 2016 - Íslenskir keppendur á Ólympíuleikum
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest lista íslenskra keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó. Ísland sendir samtals átta keppendur á Ólympíuleikana frá fjórum sérsamböndum.
Ríó 2016 - Fundur með fjölmiðlafólki
Ríó 2016 - Fundur með Ólympíuförum
Ríó 2016 - Íslenski hópurinn í Peak
Í dag fékk ÍSÍ í hús búnað fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en þátttakendur í ár munu klæðast fötum og skóm frá kínverska íþróttavörufyrirtækinu Peak. Um 10 þjóðir munu notast við vörur frá því fyrirtæki, þar á meðal eru keppendur frá Nýja-Sjálandi, Úkraínu, Slóveníu og Kýpur. Einn mánuður í næstu Ólympíuleika
Föstudaginn 5. ágúst nk. verða Ólympíuleikarnir settir með formlegum hætti á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro. Þegar aðeins einn mánuður er til stefnu má segja að langt ferli sé að ná hámarki.
Ríó 2016 - Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfestir keppendur vegna Ólympíuleika
Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær, fimmtudaginn 30. júní 2016, var staðfestur listi íslenskra keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó. Nú þegar hafa sjö íþróttamenn unnið sér inn þátttökurétt eða náð lágmörkum á leikana .
Yfirlýsing um Ríó og baráttuna gegn lyfjamisnotkun
Helstu leiðtogar Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu um fimm atriði sem mikilvæg eru í baráttunni fyrir sanngjarni og heiðarlegri keppni á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó síðar á árinu.Þormóður Árni með þátttökurétt í Ríó
Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur er samkvæmt heimslista Alþjóða júdósambandsins með keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó.