Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

08.05.2013

Hjólað í vinnuna var ræst í morgun

Hjólað í vinnuna rúllaði af stað í morgun. Þátttakendum var boðið að hjóla við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp, en á mælendaskrá voru: Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðarmanna. Að ávörpum loknum hjóluðu gestir og þátttakendur átakið formlega af stað.
Nánar ...
07.05.2013

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna fer fram miðvikudaginn 8. maí 2013 frá 8:30 - 9:00 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Þátttakendur eru hvattir til að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Eva Einarsdóttir, formaður
Nánar ...
06.05.2013

Aðalbjörg sæmd Silfurmerki ÍSÍ

Ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í Sævangi 30. apríl síðastliðinn. 23 fulltrúar mættu frá 7 af 8 aðildarfélögum HSS á þingið. Aðalbjörg Óskardóttir hætti í stjórn eftir stjórnarsetu frá árinu 2004. Gunnlaugur Júlíusson, sem sótti fundinn fyrir hönd ÍSÍ, sæmdi Aðalbjörgu Silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í hreyfingunni.
Nánar ...
06.05.2013

Frá þingi ÍBH

48. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 27. apríl sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu. Fimmtíu þingfulltrúar frá 15 aðildarfélögum ÍBH sátu þingið ásamt gestum. Þingið var að mestu rafrænt og er þetta í fyrsta skipti sem það er reynt. Stjórn ÍBH er skipuð fulltrúum frá hverju aðildarfélagi bandalagsins og eru þau orðin sautján talsins.
Nánar ...
06.05.2013

Þorgerður Laufey endurkjörin formaður Fimleikasambandsins

Ársþing Fimleikasambands Íslands var haldið í ráðstefnusölum ÍSÍ í Laugardal laugardaginn 4. maí. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var endurkjörinn formaður sambandsins. Í stjórn FSÍ voru kjörin þau Arnar Ólafsson, Einar Ólafsson, Jósep Húnfjōrð og Guðrún Dóra Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Guðrún Vaka Sigurðardóttir, Krístin Ívarsdóttir, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Hlín Bjarnadóttir.
Nánar ...
06.05.2013

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ

56. ársþing HSÍ var haldið 30. apríl 2013 og gengu þingstörf vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. Þær breytingar sem lagðar voru fram og samþykktar lúta að orðalagi um fjölgun í deild og mun framvegis fjölga í efstu deild miðað við 18 lið og árs aðlögun. Það þýðir að fjölgun mun eiga sér stað ári eftir að fjölda er náð.
Nánar ...
06.05.2013

Hjólað í vinnuna

Heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, rúllar af stað í ellefta sinn næsta miðvikudag, 8. maí. Nú er í gangi skráningarleikur ÍSÍ og Rásar 2. Á hverjum virkum degi er dregið úr skráðum liðum í þættinum Popplandi á Rás 2. Í verðlaun eru viðgerðarsett, vatnsflöskur og dekkjaþrælar fyrir allt liðið frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hjoladivinnuna.is
Nánar ...
01.05.2013

Heimsókn frá EFCS

Framkvæmdastjóri European Federation of Company Sport (EFCS) Mr. Musa Lami fundaði með fulltrúum ÍSÍ mánudaginn 29. apríl. Á fundinum var m. a. farið yfir starfsemi ÍSÍ og verkefni almenningsíþróttasviðs, verkefni EFCS og þann möguleika að koma á nánari samstarfi milli þessara sambanda með það að markmiðið að efla íþróttir í fyrirtækjum hér á landi.
Nánar ...
30.04.2013

Vorfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

Vorfjarnámi 1. og 2. stigs ÍSÍ í alm, hluta þjálfaramenntunar er nú lokið. Alls luku 33 nemendur námi að þessu sinni. Nemendur eru búsettir víða um land og koma frá mörgum fjölbreyttum íþróttagreinum. Þeir hafa nú rétt til að sækja sérgreinahluta þjálfaramenntunarinnar hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ. Nemendur munu fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang á næstu dögum. Þjálfaraskírteinið er samræmt og fer sérgreinahluti námsins einnig inn á sama skírteini sem og næstu stig sem þjálfararnir taka.
Nánar ...
29.04.2013

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

25. Ársþing Tennissambands Íslands var haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 23. apríl síðastliðinn. Formaður TSÍ, Helgi Þór Jónasson bauð þingfulltrúa velkomna og setti þingið, en alls sóttu það fulltrúar frá þremur sambandsaðililum, ÍBR, IBH og UMSK. Tennis er stundaður hjá átta íþróttafélögum á landinu, þar af einu á Akureyri.
Nánar ...
23.04.2013

Þingfulltrúar fengu Íþróttabókina að gjöf

Á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ um síðastliðna helgi færði ÍSÍ öllum þingfulltrúum að gjöf afmælisbók ÍSÍ en hún ber nafnið „Íþróttabókin - ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár”. Í bókinni er að finna gríðarlegan fróðleik um íþróttahreyfinguna og samfélagið síðustu hundrað árin auk fjölda mynda úr íþróttastarfinu. Það var í nógu að snúast hjá starfsfólki ÍSÍ við að afhenda þinggögn og bókina góðu þegar þingfulltrúar mættu til þings.
Nánar ...