Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

14.02.2019

Fjórði keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

Fjórði keppnisdagur í Sarajevo - DagskráÍ dag er fjórði keppnisdagurinn á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo og Austur-Sarajevo. Fjórir íslenskir strákar keppa á snjóbretti (big air); Baldur Vilhelmsson, Birkir Þór Arason, Bjarki Arnarsson og Kolbeinn Þór Finnsson. Andri Gunnar Axelsson og Aron Máni Sverrisson keppa í svigi. Marta María Jóhannsdóttir keppir á listskautum (frjálsar æfingar). Egill Bjarni Gíslason, Jakob Daníelsson, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Fanney Rún Stefánsdóttir keppa öll í sprettgöngu.
Nánar ...
13.02.2019

Sarajevo 2019 - Þriðja keppnisdegi lokið

Sarajevo 2019 - Þriðja keppnisdegi lokiðNú er þriðja keppnisdegi lokið á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Guðfinna Eir Þorleifsdóttir keppti í svigi og var í 60. sæti á samanlögðum tíma 2:34,54 (1:15,07 og 1:19,47). Marta María Jóhannsdóttir keppti á listskautum og var í 24. sæti með 34,59 stig.
Nánar ...
13.02.2019

Knattspyrna á afreksstigi

Knattspyrna á afreksstigiÍSÍ vekur athygli á áhugaverðum fyrirlestri sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík (stofa V101) á morgun kl. 12:10-13:10. Þar mun Mario Tomljnovic fjalla um mikilvæg atriði í þjálfun afreksliða í knattspyrnu.
Nánar ...
13.02.2019

Lífshlaupið 2019 - Vertu með!

Lífshlaupið 2019 - Vertu með!Lífshlaupið 2019 fer vel af stað og enn er nægur tími til að skrá sig til leiks en hægt er að skrá sig alveg fram á síðasta dag. Frá og með 18. febrúar tekur svokölluð fimm daga regla gildi en þá verður einungis hægt að skrá hreyfingu fimm daga aftur í tímann, en ekki meira en það. Fram að því er hægt að skrá allt frá fyrsta degi (6. febrúar).
Nánar ...
12.02.2019

Guðrún Inga og Vignir Már sæmd Gullmerki ÍSÍ

Guðrún Inga og Vignir Már sæmd Gullmerki ÍSÍGuðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru sæmd Gullmerki ÍSÍ á ársþingi KSÍ sem fór fram 9. febrúar sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Það var Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem afhenti þeim Gullmerki ÍSÍ.
Nánar ...
12.02.2019

Guðni endurkjörinn formaður

Guðni endurkjörinn formaður73. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Nordica Reykjavík þann 9. febrúar sl. Guðni Bergsson var þar endurkjörinn sem formaður KSÍ til næstu tveggja ára með 119 atkvæðum af 147 mögulegum. Ásamt Guðna var Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, í kjöri og fékk hann 26 atkvæði. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, en hann ávarpaði þingið.
Nánar ...
12.02.2019

Annar keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

Annar keppnisdagur í Sarajevo - DagskráÍ dag kl.12.10 að íslenskum tíma mun Baldur Vilhelmsson keppa í úrslitum á snjóbretti (slope style) á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Sarajevo og Austur-Sarajevo. Hann varð efstur í sínum riðli undankeppninnar í gær með einkunnina 89.67. Baldur verður einn af tólf sem keppa til úrslita í greininni.
Nánar ...
11.02.2019

Sarajevo 2019 - Fyrsta keppnisdegi lokið

Sarajevo 2019 - Fyrsta keppnisdegi lokiðNú er fyrsta keppnisdegi íslenska liðsins á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo og Austur-Sarajevo lokið. Veður hefur haft áhrif á keppni dagsins. Í byrjun dags rigndi en fór að snjóa upp úr hádeginu, hafði það í för með sér tafir á nokkrum keppnisstöðum.
Nánar ...
11.02.2019

Glæsileg setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar

Glæsileg setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar EvrópuæskunnarSetningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í gærkvöldi. Aron Máni Sverrisson, keppandi í alpagreinum, var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. Hægt er að sjá setningarhátíðina á facebook síðu EYOWF hér. Íslendingar eiga 12 keppendur á hátíðinni. Með fréttinni má sjá mynd af hópnum á leið á setningarhátíðina og mynd af Aroni Mána Sverrissyni fánabera. Fleiri myndir má nálgast hér á myndasíðu ÍSÍ og munu fleiri myndir hlaðast þar inn á meðan á hátíðinni stendur.
Nánar ...
10.02.2019

Setningarhátíð EYOWF í kvöld

Setningarhátíð EYOWF í kvöldVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Setningarhátíð leikanna fer fram í kvöld og lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 16. febrúar.
Nánar ...