Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24.07.2020 - 09.08.2020

Tókýó 2020

Ólympíuleikarnir árið 2020 fara fram 24.júlí...
10

18.12.2018

Næsta fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ

Næsta fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍMenntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara hefur verið til í fjölda ára og ásókn í námið hefur verið mikil. ÍSÍ heldur utan um þann hluta námsins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og sérgreinaþátturinn er svo á herðum sérsambanda ÍSÍ. Nemendur eru mjög ánægðir með námið og telja það frábæran kost til að styrkja þekkingu þeirra og hæfni sem þjálfara á hinum ýmsu aldursstigum. Hér að neðan eru dæmi um ummæli nemenda um námið og skipulag þess:
Nánar ...
14.12.2018

Íþróttamaður Þróttar Neskaupsstað

Íþróttamaður Þróttar NeskaupsstaðÞann 2. desember sl. var tilkynnt um kjör Íþróttamanns Þróttar Neskaupsstað fyrir árið 2018. Fimm voru tilnefnd: Ana Maria Vidal Bouza fyrir blak, Geir Sigurpáll Hlöðversson fyrir karate, Jóhanna Lind Stefánsdóttir fyrir knattspyrnu, Andri Gunnar Axelsson fyrir skíði og Hlynur Karlsson fyrir sund.
Nánar ...
14.12.2018

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í gær. Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 40. sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.
Nánar ...
13.12.2018

Lukkudýr Evrópuleika 2019

Lukkudýr Evrópuleika 2019Evrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní 2019. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
Nánar ...
12.12.2018

Guðbjörg Jóna gullverðlaunahafi

Guðbjörg Jóna gullverðlaunahafiÓlympíuleikar ungmenna fóru fram í Buenos Aires 6.- 18. október s.l. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði þeim merka áfanga að vera fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna og þar með fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Þessi flotta íþróttakona byrjaði að æfa frjálsíþróttir 10 ára gömul. Í nýjasta blaði ÍSÍ frétta er viðtal við Guðbjörgu Jónu sem sjá má hér fyrir neðan. Tengil á ÍSÍ fréttir má sjá neðst í fréttinni.
Nánar ...
12.12.2018

Stjarnan sér tækifæri í verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Stjarnan sér tækifæri í verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Mörg íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra sjá sér hag í því að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ. Umf. Stjarnan í Garðabæ er eitt þeirra félaga sem hefur þessa nafnbót og hefur haft í allmörg ár eða allt frá árinu 2005. Allar deildir innan Stjörnunnar eru fyrirmyndardeildir ÍSÍ í dag og var síðasta endurnýjun til deildanna og þar með félagsins í heild sinni afhent snemma árs 2016. Handbækur deildanna eru afar vel unnar og aðalstjórn hefur mótað skýrar stefnur í þeim málaflokkum sem kröfur eru gerðar til um.
Nánar ...
12.12.2018

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2019

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2019Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Henson skrifuðu á dögunum undir samning vegna kaupa á bolum fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2019. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Henson, undirrituðu samninginn. Árið 2019 fagnar Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 30 ára afmæli en fyrsta Kvennahlaupið var haldið í Garðabæ þann 30. júní 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er löngu orðinn ómissandi viðburður hjá konum á öllum aldri um allt land.
Nánar ...