Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.07.2019 - 27.07.2019

EYOF 2019 - Bakú

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakú í...
25

10.08.2018

Alþjóðlegur dagur æskunnar

Alþjóðlegur dagur æskunnar12. ágúst er alþjóðlegur dagur æskunnar. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hvetja ungt fólk til þess að deila mynd eða myndbandi á samfélagsmiðlum af sjálfu sér með þeim skilaboðum að fagna æskunni og ungu íþróttafólki. Markmið IOC er að bjóða hvarvetna upp á örugg og ánægjuleg íþróttasvæði fyrir ungt íþróttafólk til þess að æfa og keppa. Einnig er lögð áhersla á að ungt íþróttafólk öðlist jákvæða og ánægjulega reynslu af iðkun íþrótta.
Nánar ...
09.08.2018

Hinsegin fólk í íþróttum

Hinsegin fólk í íþróttumMaría Helga Guðmundsdóttir landsliðskona í karate og formaður Samtaka 78 hélt fyrirlestur á hádegisfundi um hinsegin fordóma árið 2016, en hádegisfundurinn var samvinnuverkefni KSÍ, ÍSÍ og Samtakanna 78. María Helga fjallaði um stöðu hinsegin fólks í íþróttum, um kynjakerfið og hvernig það hefur áhrif á íþróttamenningu og þýðingu ýmissa hugtaka eins og intersex og kynsegin. Í fyrirlestrinum talaði María Helga um birtingaform fordóma á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum. Í lok fyrirlestursins ræddi hún um hvernig þjálfari, liðsfélagi, stjórnarmaður eða foreldri geti stutt hinsegin fólk í íþróttum og stuðlað þannig að opnu og fordómalausu umhverfi.
Nánar ...
08.08.2018

Smáþjóðaleikar 2019

Smáþjóðaleikar 2019Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Þann 31. júlí sl. voru 300 dagar til leika. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
07.08.2018

Merki Bakú 2019

Merki Bakú 2019Nýlega birti skipulagsnefnd Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar merki hátíðarinnar, sem fram fer í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Mun þetta vera í fimmtánda skiptið sem Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram að sumri til, en einnig fer fram hátíð að vetri til sama ár. Hönnun merkis hátíðarinnar í Bakú byggir á anda vináttu, háttvísi og umburðarlyndis.
Nánar ...
31.07.2018

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍFyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.
Nánar ...
27.07.2018

Bach kallar á aðgerðir gegn spillingu

Bach kallar á aðgerðir gegn spillinguAlþjóðleg samtök gegn spillingu í íþróttum (IPACS) héldu nýlega fund í Lausanne í Sviss til að ræða tilraunir sínar til að takast á við helstu vá íþrótta í dag. Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), hélt erindi á fundinum og kallaði eftir fljótlegum og skilvirkum aðgerðum gegn spillingu í íþróttum. Hann talaði einnig um að helsta áskorun IOC sé að bregðast hratt og vel við þegar að upp kemst um spillingu. Þetta er mikilvægt til að vernda heiðarleika og trúverðugleika íþrótta.
Nánar ...
25.07.2018

Afsláttarkjör á innanlandsflugi

Afsláttarkjör á innanlandsflugiÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) undirrituðu í mars 2018 samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019. Samstarf ÍSÍ og AIC, áður Flugfélag Íslands, hefur verið langt og farsælt. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta.
Nánar ...