Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

25.02.2019

95. ársþing UMSK - Valdimar Leo endurkjörinn

95. ársþing UMSK - Valdimar Leo endurkjörinnValdimar Leo Friðriksson var endurkjörinn formaður UMSK á 95. ársþingi sambandsins þann 21. febrúar sl. Theodór Kristjánsson sem var í varastjórn gaf ekki kost á sér áfram og Geirarð Long úr Aftureldingu var kosinn inn í staðinn. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir. Stjórn UMSK er því skipuð eftirfarandi: Valdimar Leo Friðriksson formaður, Magnús Gíslason HK, Guðmundur Sigurbergsson Breiðabliki, Lárus B. Lárusson Gróttu, Hanna Carla Jóhannsdóttir HK, Halla Garðarsdóttir Breiðabliki, Þorsteinn Þorbergsson Stjörnunni, Geirarður Long Aftureldingu. Hafsteinn Pálssson og Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.
Nánar ...
20.02.2019

Glæsilegt verkefni hjá KKÍ - Driplið

Glæsilegt verkefni hjá KKÍ - DripliðKörfuknattleikssamband Íslands hefur undanfarna mánuði unnið að verkefni sem kallast „Driplið“, en Driplinu er ætlað að auka tæknilega færni barna á aldrinum 9-11 ára og auka áhuga á tækniæfingum. Útbúin hafa verið 7 myndbönd sem sýna 17 tækniæfingar. Æfingarnar eru settar upp þannig að iðkandi á að geta æft sig hvar sem er, jafnt inni sem úti, einn eða með fleirum.
Nánar ...
20.02.2019

Námskeið í Ólympíu

Námskeið í ÓlympíuÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 1.- 15. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið „Olympic Diplomacy and Peace?“
Nánar ...
19.02.2019

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfinguÍ dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins og því líður senn að lokaniðurstöðu í þeim hluta Lífshlaupsins. Nú er því tíminn fyrir nemendur á öllum stigum að ljúka sínum lokaspretti í Lífshlaupinu. Þeir sem annast skráningar á hreyfingu þurfa að ljúka sínum innskráningarverkum sem fyrst þannig að engin hreyfing verði skilin eftir óskráð, en það verður hægt að skrá hreyfingu í kerfið út þessa viku.
Nánar ...
18.02.2019

Fræðsla um lyfjamál á Akureyri

Fræðsla um lyfjamál á AkureyriNæstkomandi fimmtudag, 21. febrúar, mun Birgir Sverrisson frá Lyfjaeftirliti Íslands halda fræðsluerindi þar sem fjallað verður almennt um lyfjamál í íþróttum og samfélaginu. Fundurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri frá kl.16:30-18:00.
Nánar ...
18.02.2019

32. Karateþing fór vel fram

32. Karateþing fór vel fram32. Karateþing var haldið sunnudaginn 17. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 25 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var gestur á þinginu.
Nánar ...
16.02.2019

100 dagar til Smáþjóðaleika

100 dagar til SmáþjóðaleikaNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Í dag eru 100 dagar til leika. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
15.02.2019

Fimmti keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

Fimmti keppnisdagur í Sarajevo - DagskráÍ dag fer fram keppni í blandaðri boðgöngu. Egill Bjarni Gíslason, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir, Jakob Daníelsson og Fanney Rún Stefánsdóttir mæta til leiks fyrir Íslands hönd. Hér má sjá lista yfir skráða keppendur og tímasetningar.
Nánar ...