Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

20.06.2019

Minsk 2019 – Tekið á móti þátttakendum

Minsk 2019 – Tekið á móti þátttakendumÍ kvöld fór fram sérstök móttökuhátíð í íþróttamannaþorpinu í Minsk þar sem allir þátttakendur voru boðnir velkomnir af borgarstjóra þorpsins Siarhei Rudy, framkvæmdastjóra leikanna George Katalin og formanni Evrópuleikanefndar EOC Spyros Capralos.
Nánar ...
20.06.2019

Minsk 2019 – Móttökuhátíð

Minsk 2019 – MóttökuhátíðÍ kvöld fer fram sérstök móttökuhátíð í íþróttamannaþorpinu á Evrópuleikunum í Minsk. Hefst hún kl. 18:00 að staðartíma og byggir á formlegum dagskrárliðum auk skemmtiatriða. Undir lok hennar verða gróðursett eikartré fyrir hverja þjóð, en slík athöfn átti sér einnig stað á Evrópuleikunum sem haldnir voru í Bakú 2015.
Nánar ...
19.06.2019

Minsk 2019 - Keppni á Evrópuleikunum

Minsk 2019 - Keppni á EvrópuleikunumEvrópuleikarnir 2019 verða settir föstudagskvöldið 21. júní nk. í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þann sama dag hefst keppni leikanna og keppir einn Íslendingur strax á fyrsta degi.
Nánar ...
19.06.2019

Valgeir kjörinn varaforseti Evrópska keilusambandsins

Valgeir kjörinn varaforseti Evrópska keilusambandsinsValgeir Guðbjartsson var kjörinn varaforseti Evrópska keilusambandsins (ETBF) til næstu 4 ára á ársþingi sambandsins sem fram fór í Munchen í Þýskalandi þann 9. júní sl. Valgeir hefur verið í stjórn ETBF í 14 ár og þar af sem framkvæmdastjóri þess s.l. 9 ár. Með því að ná kjöri sem varaforseti ETBF færast aðrar skyldur á Valgeir en hann mun m.a. núna sjá um evrópsku mótaröðina í keilu ásamt öðrum verkefnum.
Nánar ...
18.06.2019

Minsk 2019 - 3 dagar í Evrópuleika

Minsk 2019 - 3 dagar í EvrópuleikaEvrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Keppt verður í 15 íþróttagreinum og mun Ísland eiga keppendur í badmintoni, júdó, fimleikum, bogfimi og skotíþróttum. Í átta greinum af þeim 15 sem keppt verður í geta keppendur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan árið 2020. Evrópuleikarnir eru taldir mikilvægur hluti af undirbúningi íþróttafólks fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Gert er ráð fyrir að um 4.000 keppendur frá 50 löndum taki þátt í Evrópuleikunum og að margir hverjir tryggi sig inn á Ólympíuleikana.
Nánar ...
18.06.2019

Hörður sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Hörður sæmdur Gullmerki ÍSÍÁrsþing Sundsambands Íslands fór fram þann 15. júní sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Kjörinn var nýr formaður en Björn Sigurðsson, ÍBH og fyrrum gjaldkeri stjórnar SSÍ tekur við af Herði J. Oddfríðarsyni, ÍBR. Hörður hefur verið formaður í 13 ár en fyrir það var hann varaformaður SSÍ í þrjú ár og stjórnarmaður í þrjú ár þar á undan. Hann sagði af sér embætti á þinginu en hann var kjörinn formaður til fjögurra ára á þingi SSÍ 2017. Hann heldur þó áfram sem meðstjórnandi til tveggja ára í stjórn SSÍ. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið og nýtti tækifærið til þess að afhenda Herði Gullmerki ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri FSÍ voru þingforsetar.
Nánar ...
15.06.2019

30. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í dag

30. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í dagSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í þrítugasta sinn í dag, laugardaginn 15. júní, í blíðskaparveðri um allt land. Frábær þátttaka var í hlaupinu í dag en gera má ráð fyrir að um 10.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis. Að vanda var boðið upp á mismunandi vegalengdir eða allt frá 900 m upp í 10 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum konum sem körlum, ungum sem öldnum sem fögnuðu 30 ára afmælinu með okkur í dag. Gleði og kátína skein úr hverju andliti þegar konur á öllum aldri komu saman og áttu skemmtilega stund þar sem sumar hlupu en aðrar gengu. Rúmlega 3000 manns hlupu í Garðabæ, rúmlega 1000 í Mosfellsbæ, rúmlega 300 á Akureyri, hátt í 300 í Reykjanesbæ og rúmlega 100 á Ísafirði og Egilsstöðum.
Nánar ...
15.06.2019

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar og til frekari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Það hefur sannarlega mælst vel fyrir og því til stuðnings segir það sitt að Kvennahlaupið hefur lengi verið stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn á Íslandi. Þátttaka í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt og ár hvert hlaupa þúsundir kvenna um allt land og njóta þess að hreyfa sig saman. Dætur, mæður, frænkur, systur og vinkonur taka þátt og þar eru börn, ungmenni og karlar einnig velkomin.
Nánar ...
14.06.2019

Aldrei fleiri konur í stjórn ÍSÍ

Aldrei fleiri konur í stjórn ÍSÍÁ Íþróttaþingi ÍSÍ 2019 var kosið til framkvæmdastjórnar ÍSÍ og hefur hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn ÍSÍ aldrei verið hærra, en í stjórninni eru nú 7 konur og 9 karlar. Hlutfall kvenna er því tæp 44%. Í aðalstjórnum innan sambandsaðila ÍSÍ, ef staðan er tekin í dag, er hlutfall kvenna mest í íþróttahéruðum, 39%, næst í íþróttafélögum, 34% og í sérsamböndum 31%.​
Nánar ...
14.06.2019

Samstaða og kraftur kvenna

Samstaða og kraftur kvennaÁrið 1990 var fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ haldið á átta stöðum á landinu, í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir, sem sæti átti í framkvæmdastjórn ÍSÍ á þeim tíma, var í lykilhlutverki við stofnun hlaupsins og síðar framkvæmd þess til margra ára. Lovísa var mikil kjarnakona og það var hennar hugsjón að fá fleiri konur til að iðka íþróttir og almenna hreyfingu, sér til heilsubótar. Hún hreif með sér aðra drífandi einstaklinga og ævintýrið hófst. Síðar var sett á laggirnar Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ sem hefur leitt undirbúning og skipulag hlaupsins af hálfu ÍSÍ með miklum sóma.
Nánar ...
13.06.2019

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á laugardaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á laugardaginnSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugasta sinn laugardaginn 15. júní og er hlaupið langstærsti almenningsíþróttaviðburðurinn á Íslandi á hverju ári. Konur á öllum aldri koma saman á hlaupadegi og eiga skemmtilega stund þar sem sumar hlaupa en aðrar ganga. Í 30 ár hafa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu, hreyfingu og samveru. Hlaupið er á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis. Kvennahlaupið hefur meðal annars verið haldið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Þýskalandi, Belgíu, Sviss, Lúxemborg, Mallorca, víða í Bandaríkjunum, Mósambík og Namibíu. Hvar sem konur eru niðurkomnar þá eru þær partur af einhverju stærra þegar þær taka þátt í Kvennahlaupinu.
Nánar ...