Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

10.12.2019

ÍSÍ fréttir - Desember 2019

ÍSÍ fréttir - Desember 2019Í dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu má lesa umfjöllun um verkefnið YAP (Young Athletes Program) og markvissa hreyfiþjálfun barna sem Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra hefur ferðast um landið með og kynnt á samt Ástu Katrínu Helgadóttur, íþróttakennara. Einnig má lesa um forvarnardaginn, sniðuga afmælisgjöf íþróttafélags til sérsambands, Vetrarólympíuleika ungmenna sem fara fram í janúar og aðra viðburði á vegum ÍSÍ á næstunni. Ýmislegt fleira er í blaðinu sem gaman er að skoða.
Nánar ...
10.12.2019

Ungmennafélagið Einherji 90 ára

Ungmennafélagið Einherji 90 áraUngmennafélagið Einherji hélt upp á 90 ára afmæli félagsins laugardaginn 7. desember síðastliðinn. Mikið fjölmenni sótti afmælisfagnaðinn sem haldinn var í Vopnafjarðarskóla. Félagið setti upp stóra ljósmyndasýningu af þessu tilefni þar sem saga félagsins var rakin. Auk þess gerðu þeir bræður Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir magnað myndband um sögu Einherja sem frumsýnt var af þessu tilefni og vakti afar mikla lukku.
Nánar ...
09.12.2019

Íþróttabandalang Akureyrar Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Íþróttabandalang Akureyrar Fyrirmyndarhérað ÍSÍÍþrótttabandalag Akureyrar fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á jólaformannafundi bandalagsins fimmtudaginn 5. desember síðastliðinn. ÍBA er fjórða íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.
Nánar ...
09.12.2019

Júlían kraftlyftingamaður sýnir sinn dag

Júlían kraftlyftingamaður sýnir sinn dagJúlían J. K. Jóhannesson, kraftlyftingamaður, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf í dag, mánudaginn 9. desember. Júlían mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
08.12.2019

Heiðurshöll ÍSÍ

Heiðurshöll ÍSÍHeiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu.
Nánar ...
06.12.2019

Yfirlýsing

YfirlýsingÍ tilefni af viðtali Fréttablaðsins við fyrrum iðkanda í Skautafélagi Akureyrar vilja Skautafélag Akureyrar, Skautasamband Íslands (ÍSS), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) koma eftirfarandi á framfæri: Íþróttahreyfingin getur ekki fjallað efnislega um einstök mál af þessu tagi á opinberum vettvangi. Mikilvægt er að taka fram að umrætt mál er í farvegi innan hreyfingarinnar undir forystu Skautafélags Akureyrar með aðkomu Skautasambandsins, ÍBA og ÍSÍ.
Nánar ...
06.12.2019

SKÍ og LH færast upp um afreksflokk

SKÍ og LH færast upp um afreksflokk​Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ kemur fram að sjóðurinn skuli árlega flokka sérsambönd í þrjá afreksflokka út frá viðmiðum sem fjallað er um í reglugerð sjóðsins.
Nánar ...
05.12.2019

Fyrirlestur um lyfjamál

Fyrirlestur um lyfjamálÁ dögunum flutti Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) erindi undir yfirskriftinni „Vegabréf íþróttamannsins“. Fyrirlesturinn fór fram í húsakynnum ÍSÍ og var á vegum Lyfjaeftirlits Íslands.
Nánar ...
04.12.2019

Nýr birtingamáti á tölfræði íþróttahreyfingarinnar

Nýr birtingamáti á tölfræði íþróttahreyfingarinnarÍSÍ birtir árlega tölfræði úr starfsskýrslum sem allar einingar innan ÍSÍ skila til sambandsins um umfang íþróttahreyfingarinnar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar og íþróttahéruð.​ Í ár var farin önnur og nútímalegri leið við að vinna úr þeim gögnum sem skilað var inn á rafrænu formi á þessu ári um iðkun íþrótta ársins 2018. Gögn voru grein í Microsoft Excel og Power BI sem gefur möguleika á gagnvirkri og fjölbreyttari framsetningu á niðurstöðunum.
Nánar ...
04.12.2019

Dagur í lífi Ásdísar spjótkastara

Dagur í lífi Ásdísar spjótkastaraÁsdís Hjálmsdóttir, spjótkastari og þrefaldur Ólympíufari, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf á morgun, fimmtudaginn 5. desember. Ásdís mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...