Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

02.12.2019

Ársskýrsla Afrekssjóðs ÍSÍ 2019

Ársskýrsla Afrekssjóðs ÍSÍ 2019Í ársskýrslunni er fjallað um styrkveitingar fyrir árið 2019 og uppgjör styrkja vegna ársins 2018. Heildarúthlutun styrkja til sérsambanda ÍSÍ vegna verkefna ársins 2019 var 452,9 m.kr. en fyrir árið 2018 var endanleg úthlutun rúmar 339 m.kr. Í ársskýrslunni er fjallað um áherslur sjóðsins í styrkveitingum og sundurliðað hvernig hver áhersluliður er styrktur í þremur flokkum sérsambanda. 27 sérsambönd ÍSÍ hlutu styrk vegna verkefna ársins 2019 og er heildarkostnaður verkefna þeirra tæpar 1.350 m.kr. Afrekssjóður ÍSÍ styrkir að meðaltali um þriðjung kostnaðar við þetta afreksstarf, en í skýrslunni má sjá hvernig sérsambönd fjármagna með öðrum hætti þann kostnað sem eftir stendur.
Nánar ...
01.12.2019

Bogfimisamband Íslands stofnað

Bogfimisamband Íslands stofnaðStofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, 1. desember 2019. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Nánar ...
29.11.2019

Formannafundur ÍSÍ fór fram í dag

Formannafundur ÍSÍ fór fram í dagÁrlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn í dag föstudaginn 29. nóvember í Laugardalshöllinni. Ríflega 70 manns sóttu fundinn. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setti fundinn og ávarpaði fundargesti. Hann ræddi ýmsar áskoranir í starfsumhverfi íþróttahreyfingarinnar, svo sem styrkjaumhverfi og markaðsstarf, brottfall, þjóðarleikvanga, #églíka málefni, Íþróttalög, lottóskiptingu og framtíðarskipulag íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
29.11.2019

Örn Andrésson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Örn Andrésson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ Örn Andrésson var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á Formannafundi ÍSÍ 2019. Örn á merka sögu sem leiðtogi í íþróttahreyfingunni. Hann sat samfellt í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur í 32 ár, var formaður badmintondeildar Víkings í 4 ár og um tíma var hann formaður Borðtennissambands Íslands.
Nánar ...
29.11.2019

Ólafur Magnússon sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Ólafur Magnússon sæmdur Gullmerki ÍSÍÍ tengslum við 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) var ákveðið að sæma tvo starfsmenn ÍF Gullmerki ÍSÍ, þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Ólaf Magnússon. Bæði eiga þau yfir þrjátíu ára starf að baki í þágu íþrótta fatlaðra.
Nánar ...
29.11.2019

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr Ferðasjóði íþróttafélaga

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr Ferðasjóði íþróttafélagaÍSÍ vill minna íþrótta- og ungmennafélög á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisferðir ársins 2019 á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 13. janúar 2019. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.
Nánar ...
29.11.2019

Vegabréf íþróttamannsins

Vegabréf íþróttamannsinsÞriðjudaginn 3. desember mun Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) halda hádegisfyrirlestur undir yfirskriftinni: Vegabréf íþróttamannsins. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (D-sal – 3. hæð) og hefst kl 12:00 – verður honum lokið fyrir kl. 13.
Nánar ...
29.11.2019

Samningur ÍSÍ við AIC

Samningur ÍSÍ við AIC Í dag var undirritaður nýr samningur ÍSÍ við Air Iceland Connect. Samningurinn gildir til 31. janúar 2021. Það voru Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri flugfélagsins og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem undirrituðu samninginn í húsakynnum ÍSÍ.
Nánar ...
29.11.2019

Stofnþing Bogfimisambands Íslands

Stofnþing Bogfimisambands ÍslandsStofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) verður haldið sunnudaginn 1. desember nk. kl.13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður fyrsta stjórn sambandsins kosin og lög sambandsins tekin til afgreiðslu.
Nánar ...
28.11.2019

Dagur í lífi Eyglóar

Dagur í lífi EyglóarEygló Ósk Gústafsdóttir, afreksíþróttakona í sundi og Íþróttamaður ársins 2015 ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Eygló Ósk mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...