Ríó 2016 - Júdógarpar
Hér má sjá þá félagana úr júdóinu Bjarna Friðriksson þjálfara, Jóhann Másson formann júdósambandsins og Jón Hlíðar Guðjónsson flokksstjóra í júdó á leikunum. Ríó 2016 - leikarnir hálfnaðir
Ríó 2016 - Guðni Valur í 21. sæti
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Guðni kastaði fyrst 53.51, næst 60.45 og síðasta kast var 59.37.
Ríó 2016 - Þormóður úr leik
Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann mætti Maciej Sarnacki frá Póllandi í fyrstu glímu, í 32 manna úrslitum, og tapaði. Sarnacki er pólskur meistari og er í 23. sæti á heimslistanum, en Þormóður í 65. sæti.
Ríó 2016 - Stór keppnisdagur framundan
Ríó 2016 - Eygló í úrslit í 200
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit 200 metra baksunds í undanúrslitum í kvöld þar sem hún náði sjöunda besta tímanum 2:08,84. Er það bæting á hennar besta árangri og um leið Íslands- og Norðurlandamet í greininni.Ríó 2016 - Eygló Ósk í undanúrslit
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig rétt í þessu inn í undanúrslit í 200 metra baksundi kvenna. Eygló synti á tímanum 2:09,62 sem var ellefti besti tíminn í undanriðlunumRíó 2016 - Þormóður keppir
Þormóður Árni Jónsson keppir í +100kg flokki í júdó á morgun föstudag. Andstæðingur Þormóðs í fyrstu umferðinni er Pólverjinn Maciej Sarnacki. Ríó 2016 - Guðni Valur í seinni kasthópi
Nú hefur hópaskipting verið birt í kringlukasti karla sem fer fram á morgun föstudag. Okkar maður Guðni Valur Guðnason er fyrstur í kaströð í kasthópi B sem hefur keppni kl. 10.55 (13.55 að íslenskum tíma).Ríó 2016 - Eygló keppir í 200 metra baksundi í dag
Undanriðlar í 200 metra baksundi kvenna hefjast kl. 14.36 (17.36 að íslenskum tíma) í dag. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir á annarri braut í fjórða og síðasta riðlinum. Ríó 2016 - Sýndarveruleiki í Ríó
Ríó 2016 - Hrafnhildur úr leik
Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona lauk keppni á Ólympíuleikunum í Ríó fyrr í kvöld. Hrafnhildur synti á tímanum 2:24,41 í undanúrslitum 200 metra bringusunds kvenna sem tryggði henni 11 sæti í keppninni.