Ríó 2016 - Tæknifundur í frjálsíþróttum
Ríó 2016 - Hrafnhildur í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sig fyrr í dag inn í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Undanúrslitin fara fram í kvöld.Ríó 2016 - Dagskrá íslensku keppendanna
Ríó 2016 - Fréttir og myndir
Ríó 2016 - Íslenskur fiskur í matinn
Íslenskt íþróttafólk þarf ekki að sakna íslenska fisksins á meðan á Ólympíuleikunum stendur því það getur fengið sér saltaðan þorsk, frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísí hf. í Grindavík, í mötuneyti Ólympíuþorpsins. Íþróttafólk og aðrir þorpsbúar geta gætt sér á mat frá hinum ýmsu heimshornum, allan sólarhringinn, í mötuneytinu.Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sæti
Anton Sveinn McKee keppti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hann synti á tímanum 2:11,39 mínútum, en það er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hans, sem hann setti í fyrra. Þessi tími tryggði honum 18. sætið, en 16 sundmenn komust áfram í undanúrslitin. Anton var mjög nálægt því að komast áfram, eða 13/100 úr sekúndu. Anton hefur þar með lokið keppni á leikunum.Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðum
Þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir voru viðstaddar setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó s.l. föstudagskvöld. Í beinu framhaldi héldu þær ásamt þjálfurum sínum þeim Gunnari Páli Jóakimssyni og Terry Mchuch í æfingabúðir í bæinn Penedo sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Ríó. Ríó 2016 - Heimsókn ráðherra í Ólympíuþorpið
Ríó 2016 - Hrafnhildur í 6. sæti
Ríó 2016 - Úrslitin hjá Hrafnhildi nálgast
Í kvöld kl. 22.54 (01.54 að íslenskum tíma) stingur Hrafnhildur Lúthersdóttir sér til sunds í úrslitum 100m. bringusunds á Ólympíuleikunum í Ríó. Ríó 2016 - Myndir frá sögulegum degi
Gærdagurinn var sögulegur hjá íslensku stúlkunum á Ólympíuleikunum. Hægt er að sjá myndir frá gærdeginum á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.