11 mánuðir til Ólympíuleika
Í dag eru 11 mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst.
Ógleymanleg augnablik Ólympíuleika
Frá 24. júlí til 9. ágúst mun Ólympíustöðin sýna þætti sem fjalla um ógleymanleg augnablik Ólympíuleikanna.
Fjórir Ólympíufarar taka yfir Instagram Ólympíuleikanna
Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó
IOC og WHO styrkja samstarfið
Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa nú undirritað nýjan samning sem felur í sér samvinnu um heilbrigðari lífsstíl fólks í gegnum íþróttir. Samninginn undirrituðu Thomas Bach forseti IOC og Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO þann 16. maí sl. í höfuðstöðvum WHO í Genf. Bach sagði við tilefnið að mikilvægi íþrótta og líkamsræktar fyrir andlega og líkamlega heilsu hafi orðið enn ljósara síðastliðna mánuði á tímum kórónaveirunnar.
IOC veitir styrki vegna Covid faraldursins
Alþjóðaólympíunefndin (IOC) sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum varðandi styrki sem nefndin ætlar að veita vegna Covid faraldursins og afleiðinga hans á alþjóðaíþróttahreyfinguna. IOC áætlar að veita þurfi allt að 117 milljörðum króna í sérstakan sjóð til að mæta tapi vegna frestunar Ólympíuleikanna sem fara áttu fram í Tókýó í júlí nk. Leikunum hefur verið frestað um eitt ár og hefur það haft töluverðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó. IOC tilkynnti að skipulagsnefndin fái 95 milljarða króna til að takast á við kostnað sem fylgir frestuninni og til að bæta upp tap sem orðið hefur vegna hennar. Til alþjóðasérsambanda og ólympíunefnda fara 22 milljarðar króna svo hægt sé að halda áfram undirbúningi vegna Ólympíuleika, stuðningi við íþróttafólk og áframhaldandi þróun á íþróttahreyfingunni. Samböndin geta sótt um að fá hluta fjárins að láni ef þau eiga í lausafjárvandræðum vegna faraldursins. Ólympíusamhjálpin hefur einnig aukið við styrkveitingar sínar til íþróttafólks um 2 milljarða króna, en 1600 íþróttamenn frá 185 Ólympíunefndum eru á styrk hjá Ólympíusamhjálpinni ásamt ólympísku liði flóttafólks.
Íþróttamannanefnd IOC hvetur íþróttafólk áfram
Íþróttamannanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) gaf út yfirlýsingu á dögunum þar sem nefndin fagnaði og studdi að fullu ákvörðun IOC, Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 um að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár, eða til 23. júlí 2021 og Paralympics um eitt ár, eða til 24. ágúst 2021.
Ný dagsetning Ólympíuleikanna
Ólympíuleikar í Tókýó
Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, hélt í dag fjarfund með fulltrúum fjölmargra Ólympíunefnda, þar á meðal ÍSÍ.