Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

24.01.2020

ÍSÍ fundar með UMSB

ÍSÍ fundar með UMSBViðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri átti fund með framkvæmdastjóra UMSB í Borgarnesi þriðjudaginn 21. janúar síðastliðinn í tengslum við umsókn UMSB um viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað. Einnig fundaði Viðar með fulltrúa knattspyrnudeildar Umf. Skallagríms vegna endurnýjunar deildarinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ.
Nánar ...
24.01.2020

6 mánuðir til Ólympíuleika í Tókýó

6 mánuðir til Ólympíuleika í TókýóNæstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í dag er því fagnað að hálft ár er þar til setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Skipuleggjendur leikanna halda því fram að um sé að ræða nýjungagjörnustu Ólympíuleika í sögunni því á þeim verður meðal annars hægt að sjá bifreiðar drifnar áfram af vetni og ný tæki sem geta þýtt fjölmörg tungumál yfir á önnur tungumál ásamt mörgu öðru. Ólympíuleikvangurinn er tilbúinn til notkunar, en hann var byggður frá grunni í japönskum stíl og að mestu leyti úr viðarefni. Mikil áhersla er á sjálfbærni á leikunum og eru verðlaunin meðal annars búin til úr gömlum farsímum japansks almennings. Gullverðlaunin eru alltaf eftirsóttust, en aðeins 339 íþróttamenn munu vinna gull á leikunum. Í fjórum íþróttagreinum hefur aldrei áður verið keppt og því verða fyrstu gullverðlaunin veitt í þeim greinum á Ólympíuleikum, það eru greinarnar karate, hjólabretti, íþróttaklifur og brimbretti.
Nánar ...
23.01.2020

Hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barna

Hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barnaSkrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Viðar Sigurjónsson var með fyrirlestur um hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barna þeirra fyrir Ungmennafélagið Einherja í Vopnfjarðarskóla fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn. Frábær mæting var á fyrirlesturinn þar sem ríflega 40 manns voru mættir. Fulltrúar stjórnar félagsins sátu einnig vinnufund með Viðari þennan dag vegna umsóknar félagsins um viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Nánar ...
23.01.2020

Reykjavíkurleikarnir – stórmót ársins

Reykjavíkurleikarnir – stórmót ársinsReykjavíkurleikarnir er árleg íþróttahátíð sem fer fram í 13.sinn dagana 23. janúar til 2. febrúar næstkomandi. Keppt verður í 23 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku hátt í 1000 erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, mun setja leikana í hádeginu nk. fimmtudag.
Nánar ...
21.01.2020

Lausanne 2020- Síðasti keppnisdagur

Lausanne 2020- Síðasti keppnisdagurVetrarólympíuleikar ungmenna fara nú fram í Lausanne í Sviss og standa til 22. janúar. Síðasta keppnisgrein í skíðagöngunni fór fram í dag, en það var skíðaganga með hefðbundinni aðferð. Stúlkurnar kepptu í 5km göngu og drengirnir í 10km göngu.
Nánar ...
21.01.2020

Felix - Starfsskýrsluskil

Felix - StarfsskýrsluskilBúið er að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...
21.01.2020

Íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar

Íþróttakona og íþróttakarl AkureyrarKjör Íþróttamanns Akureyrar árið 2019 fór fram í menningarhúsinu Hofi þann 15. janúar sl. Skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir var kjörin Íþróttakona ársins og kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson var kjörinn íþróttakarl ársins.
Nánar ...
20.01.2020

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019Mateusz Klóska var kjörinn Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2019. Mateusz hefur verið besti leikmaðurinn í karlaliði Vestra í blaki undanfarin ár. Hann átti stóran þátt í sigri Vestra í 1. deild á árinu og spilar nú með liðinu í úrvalsdeild. Mateusz hefur sýnt í haust að hann er í hópi bestu blakara landsins. Hann er stigahæsti maður Vestra nú þegar tímabilið er hálfnað og er einnig með þeim stigahæstu í allri deildinni. Þjálfarar og leikmenn úrvalsdeildar völdu nýverið Mateusz í draumalið fyrri hluta tímabilsins í Mizuno deildinni í blaki. Mateusz er góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og jákvæður og hjálpsamur liðsfélagi.
Nánar ...