Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.04.2020 - 21.04.2020

Ársþing HHF 2020

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka verður...
3

13.03.2020

Gullmerki ÍSÍ veitt á 98. þingi UMSB

Gullmerki ÍSÍ veitt á 98. þingi UMSB98. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) var haldið miðvikudaginn 12. mars sl. í Logalandi í Reykholtsdal. Ungmennafélagið Reykdælir sáu um framkvæmd þingsins og tóku vel á móti þingfulltrúum með góðum veitingum. Dagskrá þingsins var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Ávarpaði hann fundarmenn ásamt því að veita Gullmerki ÍSÍ tveimur aðilum úr íþróttahreyfingunni, fyrir frábært starf í þágu hreyfingarinnar. Það voru þeir Sigurður Guðmundsson og Jón G. Guðbjartsson.
Nánar ...
13.03.2020

ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig

ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sigÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19. Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilbrigðis á öllum æviskeiðum. Þeir sem hreyfa sig eru líklegri til að vera heilsuhraustari og líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Hægt er að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk. Dagleg hreyfing fullorðins fólks ætti að vera a.m.k. 30 mínútur á dag skv. ráðleggingum frá Embætti landlæknis og börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag. Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig.
Nánar ...
11.03.2020

Rýnifundur um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttum

Rýnifundur um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttumÞriðjudaginn 10. mars bauð Almenningsíþróttasvið og Almenningsíþróttanefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til rýnifundar um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttum. Gestir fundarins voru stjórnar- og starfsfólk ÍSÍ, nefndarmenn sviðsins, starfsmenn sambandsaðila ÍSÍ, starfmenn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), starfsmenn nokkurra íþróttafélaga og starfsmaður frá Embætti landlæknis.​
Nánar ...
10.03.2020

Parsons forseti IPC heimsækir Ísland

Parsons forseti IPC heimsækir ÍslandAndrew Parsons forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og nefndarmaður í Alþjóðaólympíunefndinni er staddur hér á landi. Hann er gestur Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) en þetta er fyrsta opinbera heimsókn Parsons til Íslands. Forverar hans í starfi hjá IPC hafa allir heimsótt Ísland í sinni stjórnartíð, en Parsons tók við af Sir Philip Craven sem forseti IPC árið 2017.
Nánar ...
09.03.2020

Fundur um Covid-19 veiruna

Fundur um Covid-19 veirunaEins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í dag með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Nánar ...
09.03.2020

Heiðranir á ársþingi UMSK

Heiðranir á ársþingi UMSKÍSÍ veitti á ársþinginu þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir ósérhlífið starf á vegum íþróttahreyfingarinnar um árabil, þeim Magnúsi Gíslasyni, Eiríki Mörk og Kristínu Finnbogadóttur.
Nánar ...
09.03.2020

Skautahöllin á Akureyri 20 ára

Skautahöllin á Akureyri 20 áraSkautahöllin á Akureyri varð 20 ára þann 1. mars síðastliðinn og kvennalið Skautafélags Akureyrar var einnig stofnað í byrjun árs 2000. Af þessu tilefni boðaði Skautafélag Akureyrar til viðburðar í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn. Það var skemmtilegt að heimsmeistaramótið í íshokkí kvenna í 2. deild B skyldi standa yfir þessa helgi. Íslenska landsliðið var einmitt að fara að spila síðasta leik sinn í keppninni strax að lokinni afmælisathöfninni. Þess má geta að íslenska liðið vann þann leik og endaði í 2. sæti, sem er frábær árangur.
Nánar ...
06.03.2020

Hilmar Snær fyrstur til að vinna Evrópumótaröðina

Hilmar Snær fyrstur til að vinna EvrópumótaröðinaSkíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð þann 28. febrúar sl. fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) í alpagreinum. Hilmar sigraði í svigkeppninni og að henni lokinni var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi vegna aðstæðna. Hilmar var því sigurvegari heildarstigakeppninnar á Evrópumótaröðinni með gull í svigi og silfur í stórsvigi. Hilmar hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpagreinum og er nú á meðal allra fremstu alpagreinamanna fatlaðra í heiminum.
Nánar ...
06.03.2020

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnar

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnarÍþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Sundsamband Íslands (SSÍ) undirrituðu nýverið samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og leitast með því að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður.
Nánar ...