Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

26.03.2018

Áhugaverð myndbönd á Ólympíustöðinni

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum, er með nýjustu fréttir og býður upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri.
Nánar ...
23.03.2018

Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect

ÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) hafa undirritað samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 15. desember 2018. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Grímur Gíslason forstöðumaður markaðs- og sölusviðs AIC undirrituðu samninginn formlega í gær í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal.
Nánar ...
23.03.2018

Opið fyrir starfsskýrsluskil

Búið er að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...
22.03.2018

Vladmir Vanja Grbic, ólympíumeistari í blaki, heimsækir Ísland

Helgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera með blakbúðir á Húsavík. Verkefnið er samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íþróttasamband fatlaðra) en Vladimir Grbic er „Global Ambassador volleyball" hjá Special Olympics.
Nánar ...
22.03.2018

Nám Alþjóðaólympíunefndarinnar á netinu

Eftir íþróttaferilinn stendur mikið af íþróttafólki á tímamótum. Samkvæmt Aðgerðaráætlun Alþjóðaólympíunefndarinnar 2020 (Olympic Agenda 2020) er eitt aðalmarkmið nefndarinnar að efla stuðning við íþróttafólk innan og utan íþrótta og auka möguleika þeirra á atvinnuferli eftir íþróttaferilinn.
Nánar ...
21.03.2018

Heiðranir á ársþingi BLÍ

Á ársþingi Blaksambands Íslands (BLÍ) sem fram fór 4. mars sl. var Stefán Jóhannsson varaformaður BLÍ sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu blakíþróttarinnar.
Nánar ...
19.03.2018

Hádegisfundur - Af hverju íþróttamælingar?

Föstudaginn 23. mars kl: 12:10 mun Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fara yfir samstarf íþróttafræðisviðs HR og nokkurra sérsambanda innan ÍSÍ. Af hverju að framkvæma mælingar? Hverju eiga þær að skila? Hvað á að gera við gögnin? Hvernig fer samstarf háskóla og landsliðsþjálfara fram?
Nánar ...
19.03.2018

Hilmar í 13. sæti í svigkeppninni

Hilmar Snær Örvarsson keppti í svigi á Vetrar-Paralympics í PyeongChang sl. laugardag, 17. mars. Hilmar hafnaði í 13. sæti af þeim 23 keppendum sem náðu að ljúka keppni. Hilmar lauk því keppni í 20. sæti í stórsviginu og 13. sæti í svigkeppninni og ljóst er að hann er að bæta punktastöðu sína á heimslistanum umtalsvert.
Nánar ...
19.03.2018

Nýr formaður kjörinn hjá LSÍ

​44. Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið þann 17. mars 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Formaður setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en þingfulltrúar voru alls 12 frá sjö aðildarfélögum LSÍ. Ásgeir Bjarnaon, formaður LSÍ, flutti skýrslu stjórnar og svo reikninga þess í fjarveru gjaldkera. Fram kom að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður, en gefur kost á sér til stjórnarsetu. Fyrir þinginu lá ein lagabreytingartillaga svo og tvær tillögur um breytingar á móta- og keppnisreglum, sem starfað hefur verið eftir síðasta keppnistímabil eftir samþykki stjórnar. Allar tillögur voru samþykktar einróma.
Nánar ...