Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24.07.2020 - 09.08.2020

Tókýó 2020

Ólympíuleikarnir árið 2020 fara fram 24.júlí...
10

29.11.2019

Stofnþing Bogfimisambands Íslands

Stofnþing Bogfimisambands ÍslandsStofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) verður haldið sunnudaginn 1. desember nk. kl.13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður fyrsta stjórn sambandsins kosin og lög sambandsins tekin til afgreiðslu.
Nánar ...
28.11.2019

Dagur í lífi Eyglóar

Dagur í lífi EyglóarEygló Ósk Gústafsdóttir, afreksíþróttakona í sundi og Íþróttamaður ársins 2015 ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Eygló Ósk mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
27.11.2019

Formannafundur ÍSÍ 2019

Formannafundur ÍSÍ 2019Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn föstudaginn 29. nóvember nk. í Laugardalshöllinni. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
26.11.2019

Dagur í lífi afrekskonu í sundi

Dagur í lífi afrekskonu í sundiEygló Ósk Gústafsdóttir, afreksíþróttakona í sundi og Íþróttamaður ársins 2015 ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf nk. föstudag, 29. nóvember. Eygló Ósk mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
26.11.2019

Ásdís með gullverðlaun í kúluvarpi

Ásdís með gullverðlaun í kúluvarpi Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram laugardaginn 23. nóvember sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Alls voru rúmlega þrjátíu ungmenni frá 9 sérsamböndum sem tóku þátt. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir, ein af fremstu íþróttamönnum Íslands síðastliðna tvo áratugi og þrefaldur Ólympíufari, var með erindi fyrir þátttakendur byggt á sinni reynslu úr íþróttaheiminum. Hún kom inná marga þætti sem þarf að sinna til að ná árangri og viðhalda heilsu. Ásdís er nú að deila sinni einstöku reynslu, því sem hún lærði á leiðinni og þeim aðferðum sem hún nýtti sér til að ná sínum árangri, í fyrirlestrum fyrir hina ýmsu hópa.
Nánar ...
25.11.2019

Afreksbúðir ÍSÍ

Afreksbúðir ÍSÍUm helgina fóru fram Afreksbúðir ÍSÍ. Þar fékk ungt og efnilegt íþróttafólk fræðslu um ýmislegt nytsamlegt í tengslum við þjálfun og keppni.
Nánar ...
25.11.2019

Þrír sæmdir Gullmerki ÍSÍ á þingi GSÍ

Þrír sæmdir Gullmerki ÍSÍ á þingi GSÍÞrír voru sæmdir Gullmerki ÍSÍ við setningu ársþings Golfsambands Íslands (GSÍ) á föstudaginn sl., þeir Eggert Ágúst Sverrisson, Bergsteinn Hjörleifsson og Gunnar K. Gunnarsson. Þeir sátu allir í stjórn GSÍ, en gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. GSÍ sæmdi þá herramenn einnig Gullmerki GSÍ. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti þeim merkin fyrir hönd ÍSÍ, en hann var einnig fulltrúi ÍSÍ á þinginu. ÍSÍ óskar þeim til hamingju með viðurkenninguna. ​
Nánar ...
25.11.2019

Þing Golfsambands Íslands - Ný stjórn

Þing Golfsambands Íslands - Ný stjórnÞing Golfsamband Íslands fór fram í Laugardalshöll 22. - 23. nóvember sl. Kosið var í stjórn GSÍ. Alls voru 11 einstaklingar sem gáfu kost á sér í stjórnina og 10 þeirra voru kjörnir. Haukur Örn Birgisson var einn í framboði í forsetaembættið og var hann því sjálfkjörinn. Alls voru 143 atkvæði greidd á golfþinginu í stjórnarkjörinu og voru 141 þeirra gild. Atkvæðin komu frá 39 golfklúbbum af alls 63. Þrír sem kjörnir voru í stjórn GSÍ fengu fullt hús atkvæða í kosningunni, eða 141 atkvæði.
Nánar ...
24.11.2019

Stjörnuflokkur á keppnum DSÍ

Stjörnuflokkur á keppnum DSÍÁ stjórnarfundi Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) þann 23. október sl. var ákveðið að bjóða fólki með fötlun velkomið í keppnir á vegum sambandsins. Búinn var til sérstakur keppnis/sýningar flokkur sem nefnist stjörnuflokkur þar sem fólk með fötlun getur komið og sýnt afraksturs dansæfinga sinna og fengið verðlaun fyrir. Eins er alltaf leyfilegt að keppa eða sýna í öðrum flokkum dansíþróttarinnar. Til þess að skrá sig á dansmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands þurfa iðkendur að vera skráðir hjá dansíþróttafélögum.
Nánar ...
21.11.2019

Dagur í lífi Ágústu Eddu í dag

Dagur í lífi Ágústu Eddu í dagÍ dag ætlar Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona og margfaldur meistari í greininni, að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf. Ágústa Edda mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
20.11.2019

Opinn kynningarfundur Special Olympics

Opinn kynningarfundur Special OlympicsMánudaginn 25. nóvember nk. fer fram opinn kynningarfundur á vegum Special Olympics á Íslandi á þeim tækifærum sem hafa skapast í gegnum verkefni Special Olympics. Verkefnin „Unified sport“ og „Unified schools“ byggja á blöndun og samfélagi án aðgreiningar. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á 3. hæð kl.17:00.
Nánar ...