Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.10.2018 - 14.10.2018

Ársþing LH 2018

Ársþing Landssambands hestamanna verður...
22

06.06.2018

Grundvallarréttindi íþróttafólks sett fram

Nýlega birti stýrihópur innan Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) „Skipulagsskrá íþróttafólks“ sem ætlað er að takast á við og vernda grundvallarréttindi og skyldur íþróttafólks um heim allan. Í stýrihópnum, sem settur var saman af Íþróttamannanefnd IOC, eru 20 íþróttamenn hvaðanæva að úr heiminum.
Nánar ...
06.06.2018

Ásdís Rósa endurkjörin sem formaður HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 21. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrir þinginu lágu þó nokkrar breytingar á regluverki HNÍ, m.a. vegna breytinga hjá AIBA, reglum alþjóðahnefaleikasambandsins.
Nánar ...
06.06.2018

Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect

ÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) undirrituðu í mars 2018 samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019. Samstarf ÍSÍ og AIC, áður Flugfélag Íslands, hefur verið langt og farsælt. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta.
Nánar ...
04.06.2018

Ársþing HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram fimmtudaginn 30. maí 2018 sl. í húsakynnum ÍSÍ. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varaformaður) Jónas Heiðar Birgisson (gjaldkeri), Áslaug Rós Guðmundsdóttir (ritari). Meðstjórnendur voru kosnir Sólveig Harpa Helgadóttir, Rúnar Svavarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir. Varamenn voru kosin Birna Árnadóttir, Ingólfur Þór Tómasson og Máni Borgarsson.
Nánar ...
04.06.2018

Laus störf hjá ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ og verkefnastjóra á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ.
Nánar ...
02.06.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 fór fram í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og níunda sinn í dag laugardaginn 2. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 10.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis.
Nánar ...
02.06.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram víðsvegar um land allt í dag, laugardaginn 2. júní. Hlaupin fara fram á mismunandi tímum eftir staðsetningu, en lista yfir hlaupin má finna á vefsíðu hlaupsins.
Nánar ...
01.06.2018

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
01.06.2018

17. ársþing Dansíþróttasambands Íslands

Ársþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) var haldið 31. maí 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu var m.a. farið yfir tímasetningar dansíþróttamóta DSÍ fyrir næsta keppnistímabil. Afreksstefna sambandsins var tekin til umræðu og samþykkt. Mjög góð mæting var á þingið. Þinginu var stýrt af mikilli röggsemi af þingforsetanum Eggerti Claessen.
Nánar ...
31.05.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram víðsvegar um land allt laugardaginn 2. júní næstkomandi. Hlaupin fara fram á mismunandi tímum eftir staðsetningu, en lista yfir hlaupin má finna á vefsíðu hlaupsins.
Nánar ...