Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

09.04.2019

Ný stjórn hjá HSÍ

Ný stjórn hjá HSÍÞann 6. apríl sl. fór fram 62. ársþing Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) í Laugardalshöll þar sem Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður til tveggja ára og ný stjórn kjörin. Ný í stjórn eru þau Páll Þórólfsson, Jón Viðar Stefánsson, Magnús Karl Daníelsson og Kristín Þórðardóttir. Hjalti Þór Hreinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Þorgeir Haraldsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og voru þökkuð góð störf í þágu HSÍ. Hagnaður HSÍ árið 2018 nam um 7,5 milljónum kr. en það er umtalsverður viðsnúningur á rekstrinum frá árinu 2017 þegar 38 milljón kr. tap var á rekstri sambandsins. Velta HSÍ árið 2018 nam tæpum 275 milljónum kr. sem er aukning um rúmar 50 milljónir frá árinu 2017 og munar þar mest um aukningu á tekjum frá styrktaraðilum og úr Afrekssjóði ÍSÍ. Meðal lagabreytinga á ársþinginu voru nýjar reglur sem snúa að veðmálum. Áhyggjur vegna aukinna umsvifa þeirra innan handboltans voru áberandi og ströng viðurlög samþykkt. Auk þess voru nýjar siðareglur HSÍ samþykktar ásamt afreksstefnu sambandsins. Þá var samþykkt þingsályktunartillaga um nýjan þjóðarleikvang. Tillagan er eftirfarandi:
Nánar ...
08.04.2019

Hjón fengu heiðursviðurkenningar á þingi UÍA

Hjón fengu heiðursviðurkenningar á þingi UÍAUngmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hélt ársþing sitt á Stöðvarfirði laugardaginn 6. apríl sl. Alls sóttu 46 þingfulltrúar þingið að þessu sinni og var jákvætt andrúmsloft ríkjandi í þingstörfum öllum. ÍSÍ veitti þeim hjónum Birni Hafþóri Guðmundssyni og Hlíf Bryndísi Herbjörnsdóttur heiðursviðurkenningar á þinginu, Björn Hafþór fékk Gullmerki ÍSÍ og Hlíf Silfurmerki ÍSÍ. Þau hjónin hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu íþrótta, bæði hjá UÍA og einnig aðildarfélögunum Súlunni á Stöðvarfirði og Neista á Djúpavogi. Björn Hafþór var því miður fjarverandi en Hlíf tók við heiðursviðurkenningunum fyrir hönd þeirra hjóna. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar. Auk þess var skipulögð hópavinna þar sem fram fóru umræður um fimm mismunandi mál er snerta íþróttastarfið innan UÍA. Umræður voru líflegar og stjórn UÍA fékk niðurstöður þeirra til úrvinnslu á komandi misserum. Gunnar Gunnarsson hlaut kosningu til áframhaldandi formannssetu hjá UÍA með lófaklappi. Þingforseti var Sif Hauksdóttir og stýrði hún þinginu af röggsemi. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
08.04.2019

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAH

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAHUngmennasamband Austur – Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt sunnudaginn 7. apríl sl. að Húnavöllum. Vel var mætt til þings þar sem allir þingfulltrúar frá virkum aðildarfélögum sem rétt höfðu til setu á þinginu voru mættir, alls 35 talsins. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og má þar nefna tillögu um endurskoðun stefnumótunar USAH. Tillagan var samþykkt og sem viðbót við tillöguna beindi þingið því til USAH að skoða vel möguleika á umsókn til ÍSÍ um viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Slík viðurkenning og þau atriði sem uppfylla þarf væru í raun hluti af góðri stefnumótun fyrir USAH. Virkilega góður andi var ríkjandi á þinginu og mikill samhljómur um starfið framundan. Rúnar Aðalbjörn Pétursson var kjörinn til áframhaldandi formannssetu með lófaklappi. 1. þingforseti var Pétur Pétursson og 2. þingforseti Guðrún Sigurjónsdóttir og stýrðu þau þinginu af þekkingu og öryggi. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
08.04.2019

Kennsla um íþróttahreyfinguna á Hólum

Kennsla um íþróttahreyfinguna á HólumSkrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri var með kennslu um íþróttahreyfinguna og helstu stefnur hennar fyrir nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum 5. apríl sl. Kennslan er liður í samstarfi ÍSÍ, Hólaskóla og Landssambands hestamannafélaga (LH) hvað varðar þjálfaramenntun og mat á henni. Farið var yfir uppbygginu og tilgang ÍSÍ, hlutverk sambandsins og sambandsaðila ásamt stefnum um þjálfaramenntun og barna- og unglingaíþróttir svo eitthvað sé nefnt.
Nánar ...
05.04.2019

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN98. Þing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldið 2. apríl sl. í Grunnskólanum á Reykhólum. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ.
Nánar ...
02.04.2019

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÍ dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu er farið yfir starf ÍSÍ síðastliðinna vikna. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á 30. ára afmæli á árinu og má sjá myndir frá hlaupinu síðan árið 1994. Fjölmörg ársþing sérsambanda og íþróttahéraða ÍSÍ hafa farið fram nýlega og sjá má þær heiðranir á vegum ÍSÍ sem fóru fram á þingum í mars. Farið er yfir næstu verkefni Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og ýmislegt fleira.
Nánar ...
01.04.2019

Skilafrestur framboða til kjörs framkvæmdastjórnar ÍSÍ

Skilafrestur framboða til kjörs framkvæmdastjórnar ÍSÍ74. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram í Gullhömrum Grafarholti í Reykjavík dagana 3.-4. maí nk. ​Samkvæmt 11. grein laga ÍSÍ skulu tilkynningar um framboð til forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar ÍSÍ berast til kjörnefndar Íþróttaþings eigi síðar en þremur vikum fyrir þingið, þ.e. 12. apríl næstkomandi.
Nánar ...
29.03.2019

Bannlisti WADA

Bannlisti WADABannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List) er endurskoðaður á hverju ári og tók ný útgáfa gildi 1. janúar sl. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt (á ensku) á helstu breytingum og viðbætum frá fyrra ári.
Nánar ...
29.03.2019

Heiðrun á ársþingi USÚ

Heiðrun á ársþingi USÚÁrsþing USÚ fór fram í Heklu, nýju félagsheimili Umf. Sindra miðvikudaginn 27. mars. Þingið sóttu 33 fulltrúar frá flestum aðildarfélögum sambandsins.
Nánar ...
22.03.2019

USVH stefnir á að verða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

USVH stefnir á að verða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ78. Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) var haldið miðvikudaginn 20. mars sl. í Félagsheimilinu á Hvammstanga. UMF. Kormákur sá að þessu sinni um framkvæmd þingsins. Góð mæting var á þingið en það mættu fulltrúar frá öllum aðildarfélögum, samtals 27 þingfulltrúar af þeim 32 sem áttu rétt til setu á þinginu. Miklar og góðar umræður voru á þinginu um starf sambandsins.
Nánar ...
22.03.2019

Gígja og Ingvar sæmd Gullmerki ÍSÍ

Gígja og Ingvar sæmd Gullmerki ÍSÍÍSÍ sæmdi Gígju Gunnarsdóttur, ritara stjórnar ÍBR og Ingvar Sverrisson, formann ÍBR, Gullmerki ÍSÍ á 49. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur þann 20. mars sl. Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ afhenti Gígju og Ingvari Gullmerki ÍSÍ.
Nánar ...