Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

09.01.2020

YOWG 2020 - Leikarnir settir

YOWG 2020 - Leikarnir settirSetningarhátíð þriðju vetrarólympíuleika ungmenna fór fram fyrr í kvöld í Lausanne í Sviss. Fánaberi við setningarhátíðina var Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir keppandi í alpagreinum.
Nánar ...
08.01.2020

Vorfjarnám 2020, þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

Vorfjarnám 2020, þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍVorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 3. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
08.01.2020

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðuForseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi Margréti Bjarnadóttir Heiðursfélaga ÍSÍ riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum 1. janúar sl. Margrét hlaut riddarakrossinn fyrir störf á vettvangi íþrótta- og æskulýðsmála en hún er fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands.
Nánar ...
08.01.2020

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍÍþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hlaut gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar föstudaginn 27. desember síðastliðinn, í Íþróttahúsinu við Strandgötu. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu hjá ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd eru Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH við afhendingu viðurkenningarinnar.
Nánar ...
04.01.2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020Í dag eru 5 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn, þar sem kynjahlutfall er jafnt, 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
01.01.2020

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt árÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2020 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...
28.12.2019

Júlían Íþróttamaður ársins 2019

Júlían Íþróttamaður ársins 2019Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþróttafréttamanna í kvöld í Hörpu í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Júlían hlýtur viðurkenninguna Íþróttamaður ársins. Mart­in Her­manns­son körfuknatt­leiksmaður hjá Alba Berlín hafnaði í 2. sæti og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 3. sæti.
Nánar ...
28.12.2019

Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ

Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍÍ kvöld, þann 28. desember, á hófi Íþróttamanns ársins 2019, var Alfreð Gíslason útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina.
Nánar ...
28.12.2019

Íþróttamaður ársins fer fram í kvöld

Íþróttamaður ársins fer fram í kvöldÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands afhendir viðurkenningar til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta þann 28. desember nk. í Silfurbergi í Hörpu. Hófið er haldið með Samtökum íþróttafréttamanna, sem velja síðan Íþróttamann ársins 2019. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 64. sinn en þjálfari og lið ársins í áttunda sinn.
Nánar ...