Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

08.01.2020

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðuForseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi Margréti Bjarnadóttir Heiðursfélaga ÍSÍ riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum 1. janúar sl. Margrét hlaut riddarakrossinn fyrir störf á vettvangi íþrótta- og æskulýðsmála en hún er fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands.
Nánar ...
08.01.2020

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍÍþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hlaut gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar föstudaginn 27. desember síðastliðinn, í Íþróttahúsinu við Strandgötu. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu hjá ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd eru Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH við afhendingu viðurkenningarinnar.
Nánar ...
04.01.2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020Í dag eru 5 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn, þar sem kynjahlutfall er jafnt, 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
01.01.2020

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt árÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2020 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...
28.12.2019

Júlían Íþróttamaður ársins 2019

Júlían Íþróttamaður ársins 2019Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþróttafréttamanna í kvöld í Hörpu í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Júlían hlýtur viðurkenninguna Íþróttamaður ársins. Mart­in Her­manns­son körfuknatt­leiksmaður hjá Alba Berlín hafnaði í 2. sæti og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 3. sæti.
Nánar ...
28.12.2019

Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ

Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍÍ kvöld, þann 28. desember, á hófi Íþróttamanns ársins 2019, var Alfreð Gíslason útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina.
Nánar ...
28.12.2019

Íþróttamaður ársins fer fram í kvöld

Íþróttamaður ársins fer fram í kvöldÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands afhendir viðurkenningar til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta þann 28. desember nk. í Silfurbergi í Hörpu. Hófið er haldið með Samtökum íþróttafréttamanna, sem velja síðan Íþróttamann ársins 2019. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 64. sinn en þjálfari og lið ársins í áttunda sinn.
Nánar ...
27.12.2019

Íþróttafólk sérsambanda heiðrað þann 28. desember

Íþróttafólk sérsambanda heiðrað þann 28. desemberÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands afhendir viðurkenningar til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta annað kvöld, þann 28. desember, í Silfurbergi í Hörpu. Hófið er haldið með Samtökum íþróttafréttamanna, sem velja Íþróttamann ársins 2019. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 64. sinn en þjálfari og lið ársins í áttunda sinn.
Nánar ...
24.12.2019

Gleðileg jól

Gleðileg jólÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með sérstakri þökk til sambandsaðila ÍSÍ og sjálfboðaliða í hreyfingunni fyrir samstarfið á árinu.
Nánar ...
23.12.2019

Már með Instagram ÍSÍ í dag

Már með Instagram ÍSÍ í dagMár Gunnarsson, sundmaður og tónlistarmaður, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf í dag, á Þorláksmessu. Már mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...