PyeongChang 2018 - Íslendingar mættir í Ólympíuþorpið
Íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru mættir í Ólympíuþorpið. Sá fyrsti var reyndar aðalfararstjóri íslenska hópsins, Andri Stefánsson, sem kom til Kóreu á miðvikudaginn til að undirbúa vistarverur og komu íslenska hópsins.
Vetrarólympíuleikarnir 2026
Fjölmargar borgir hafa sótt um að halda leikana. Sion í Sviss, Innsbruck í Austurríki, Stokkhólmur í Svíþjóð, Calgary í Kanada og Sapporo í Japan eru á meðal þeirra borga sem hafa áhuga á að halda leikana.1000 dagar til Ól í Tókýó 2020
Næstu Sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Þann 24. október sl. voru 1000 dagar til leika og af því tilefni birti skipulagsnefnd leikanna listann „10 ástæður til að fara til Tókýó 2020“.
1. Borgin er eins og hönnunarsafn undir berum himni. Háhýsi og óhefðbundin hönnun húsa prýða borgina og áhugavert er að skoða þessa aldagömlu hönnunarhefð Japana.
2. Ólympíuleikvangurinn mun verða byggður að miklu leyti úr viðarefni og hönnunin er einstaklega fallegur japanskur stíll.Ólympíuleikarnir í París 2024
Ár síðan Ólympíuleikarnir voru settir í Ríó
Þann 5. ágúst sl. var ár síðan að Ólympíuleikarnir 2016 voru settir í Ríó í Brasilíu. Ólympíuleikarnir fara næst fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020.3 ár til Ólympíuleika í Tókýó
Næstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020.
Tókýó hefur áður haldið leikana, en það var árið 1964. Ísland átti fjóra keppendur á þeim leikum, Guðmund Gíslason og Hrafnhildi Guðmundsdóttur sem kepptu í sundi og Valbjörn Þorláksson og Jón Ólafsson sem kepptu í frjálsíþróttum.Golf og ruðningur áfram á Ólympíuleikum
Þessa dagana eru allar línur að skýrast hvað varðar Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Einnig standa skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París og LA í ströngu, því borgirnar keppast um að halda leikana 2024. Útlit er fyrir að allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt var í á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 verði einnig keppnisgreinar á leikunum í Tókýó 2020 og á leikunum 2024, en nýlega staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar endanlega þá viðburði sem fara munu fram á leikunum í Tókýó. Viðburðadagskráin er töluvert breytt frá fyrri leikum, en þessi nýja dagskrá markar stórt skref í þróun Ólympíuleikanna. Breytingin verður til þess að hlutur kynjanna á leikunum jafnast, íþróttafólki fækkar og þar með minnkar umhverfisspor leikanna.
Breytingar á Ól í Tókýó 2020
ÍSÍ boðið formlega til þátttöku í PyeongChang 2018
Alþjóðaólympíunefndin sendi nýlega öllum ólympíunefndum formlegt boð til þátttöku í XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ staðfesti þátttöku Íslands á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ 2. mars sl.
LA, París eða Búdapest
Tókýó 2020 - Verðlaunapeningar úr gömlum símum
Næstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Skipuleggjendur leikanna leggja mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni og vilja hvetja Japani til þess að gera slíkt hið sama. Skipuleggjendur hafa nú brugðið á það ráð að koma af stað söfnun, sem hefst í apríl nk., þar sem almenningur í Japan er beðinn um að gefa gamla farsíma og önnur lítil tæki í söfnunarkassa víðsvegar um Japan. Stefnt er að því að safna átta tonnum af málmi til þess að búa til tvö tonn af gulli, silfri og bronsi. Úr þessum tveimur tonnum verða síðan verðlaunapeningarnir sem afhentir verða verðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í Tókýó búnir til. Fundur aðalfararstjóra vegna PyeongChang 2018
Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í PyeongChang í Suður Kóreu í febrúar 2018.
Í síðustu viku fór fram fundur aðalfararstjóra Ólympíunefnda og sótti Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fundinn fyrir hönd ÍSÍ, en framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefndi hann í hlutverk aðalfararstjóra nýverið.