Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17.04.2021 - 17.04.2021

Ársþing ÍF 2021

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra verður...
21.04.2021 - 21.04.2021

Ársþing HHF 2021

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka verður...
15

19.03.2021

Málþing um trans og intersex fólk og íþróttir

Málþing um trans og intersex fólk og íþróttirÍþróttafræði- og lagadeildir Háskólans í Reykjavík ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), Jafnréttisstofu og Samtökunum 78 standa fyrir málþingi fimmtudaginn 25. mars klukkan 12:00-13:30 um trans fólk, intersex fólk og íþróttir frá ýmsum sjónarhornum.
Nánar ...
19.03.2021

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingarHöfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...
18.03.2021

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga Úthlutað hefur verið úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands á árinu 2020. Til úthlutunar að þessu sinni voru 95 milljónir króna af þeim 127 milljónum sem ætlaðar voru til keppnisferða ársins 2020.
Nánar ...
18.03.2021

Forvarnir gegn vöðvatognun

Forvarnir gegn vöðvatognunÍ mars 2021 voru haldnar rafrænar afreksbúðir ÍSÍ fyrir ungmenni á aldrinum 15-18 ára tilnefnd af sínum sérsamböndum. Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari var með fyrirlestur um vöðvatognun þar sem hann fjallaði stuttlega um fræðileg atriði en aðal umfjöllunarefni var hvernig íþróttafólk getur nýtt sér forvarnir til að minnka möguleika á vöðvatognun.
Nánar ...
18.03.2021

Hjólreiðaþing 2021

Hjólreiðaþing 2021Hjólreiðaþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) fór fram 14. mars sl. í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Fundurinn fór vel fram og mættir voru 26 þingfulltrúar frá 12 aðildarfélögum, þar af voru 2 þingfulltrúar á fjarfundi en ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust og einnig var streymt fyrir áhorf. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.
Nánar ...
17.03.2021

Sóttvarnareglur uppfærðar

Sóttvarnareglur uppfærðarBúið er að uppfæra sóttvarnareglur sem gilda nú til 9. apríl 2021. Engar tilslakanir voru gerðar að þessu sinni en hert var á reglum er varða veitingasölu. Nú má einungis selja veitingar fyrir íþróttaviðburð en ekki á meðan viðburður stendur yfir eða í hléi. Einnig var skerpt á reglunum þegar kemur að blöndun hópa
Nánar ...
15.03.2021

54. Körfuknattleiksþing KKÍ

54. Körfuknattleiksþing KKÍKörfuknattleiksþing 2021fór fram rafrænt þann 13. mars sl. Fyrir þinginu lágu fyrir fimm tillögur, en allar tillögurnar má sjá hér á vefsíðu KKÍ. Hannes Sigurbjörn Jónsson var kosinn formaður til fjögurra ára.
Nánar ...
15.03.2021

Öll félög með virkar reglur og áætlanir

Öll félög með virkar reglur og áætlanirÍ stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til ársins 2030 er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Að gefnu tilefni vill ÍSÍ benda á það efni sem hægt er að nálgast á vefsíðu ÍSÍ og í prentuðu formi á skrifstofu ÍSÍ við Engjaveg 6.
Nánar ...
12.03.2021

Úthlutun viðbótarframlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar.

Úthlutun viðbótarframlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar.Á vormánuðum 2020 gerði Mennta- og menningarmálaráðherra samning við ÍSÍ um að allt að 450 milljónir króna yrði varið til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Var þeim fjármunum ráðstafað með tveimur mismunandi aðferðum og greitt til íþróttafélaga vorið 2020, svokallaðar almennar aðgerðir, og til íþróttafélaga, deilda, sérsambanda og íþróttahéraða að hausti, svokallaðar sértækar aðgerðir.
Nánar ...
12.03.2021

Ábending ÍSÍ og UMFÍ varðandi rafíþróttir/rafleiki

Ábending ÍSÍ og UMFÍ varðandi rafíþróttir/rafleikiFrá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) Síðustu misseri hafa nokkur íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ og UMFÍ boðið félagsmönnum sínum upp á iðkun rafíþrótta/rafleikja innan starfsemi viðkomandi félaga. Þessi verkefni eru tiltölulega ný af nálinni innan samtakanna en á síðustu þingum þeirra beggja var lagt til að stofna vinnuhópa, sem þegar hefur verið gert, til þess að ná að ramma inn tilgang og markmið slíkrar starfsemi í samræmi við starf og gildi þeirra.
Nánar ...