Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2021 - 08.08.2021

Tókýó 2020

Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 hefur verið...
04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
20

07.06.2021

Jóhanna áfram formaður USÚ

Jóhanna áfram formaður USÚÁrsþing USÚ, það 88. í röðinni fór fram í Mánagarði í Nesjum þriðjudaginn, 1. júní. 28 fulltrúar af 49 mættu og öll félög nema eitt sendu fulltrúa. Í upphafi þings var Ingvars Más Guðjónssonar minnst, en hann féll frá langt fyrir aldur fram í desember síðastliðnum. Ingvar var afar virkur í starfi Ungmennafélagsins Mána síðustu mörg ár og varamaður í stjórn síðasta ár.
Nánar ...
04.06.2021

#metoo/#églíka

#metoo/#églíkaÁ undanförnum vikum hefur umræða um kynbundið ofbeldi blossað upp á ný. Þolendur stíga fram, skila skömminni á réttan stað og krefjast breytinga í samfélaginu. Líkt og í fyrri bylgju #metoo/#églíka hafa komið upp á yfirborðið frásagnir af kynferðisbrotum í íþróttastarfi og einnig hefur verið bent á að kvenfyrirlitningu megi finna alltof víða í karlaklefum landsins.
Nánar ...
04.06.2021

Jákvæðni og bjartsýni á ársþingi UÍF

Jákvæðni og bjartsýni á ársþingi UÍF Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar hélt ársþing sitt að Hóli í Siglufirði 3. júní síðastliðinn. Ársþingið gekk afar vel fyrir sig og mátti greina jákvæðni og bjartsýni um komandi tíma hjá þingfulltrúum.
Nánar ...
02.06.2021

Stjórn endurkjörin á sundþingi SSÍ

Stjórn endurkjörin á sundþingi SSÍ64. ársþing Sundsambands Íslands fór fram 1. júní í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Björn Sigurðsson var endurkjörinn formaður sambandsins sem og stjórnin öll. Þingforsetar voru þau Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri SSÍ og Hörður Þorsteinsson formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar en þau eru bæði nýkjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Nánar ...
01.06.2021

Héraðsþing HSH var fámennt en góðmennt

Héraðsþing HSH var fámennt en góðmenntHéraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram þann 27. maí síðastliðinn í golfskála Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði. Tvö þing voru slegin saman í eitt þar sem ekki tókst að halda þing í fyrra.
Nánar ...
28.05.2021

ÍA með konur í efstu embættum í fyrsta sinn

ÍA með konur í efstu embættum í fyrsta sinnÞann 25. maí síðastliðinn var 77. ársþing ÍA haldið. Þangað mættu 26 þingfulltrúar frá 13 aðildarfélögum. Gestir mættu frá ÍSÍ, UMFÍ, bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra og sviðstjóra Skóla og frístundarsviðs. Þingið var hefðbundið ársþing og dagskrá samkvæmt lögum.
Nánar ...
26.05.2021

"Handbókin heldur utan um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir íþróttafélag"

"Handbókin heldur utan um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir íþróttafélag"Skíðafélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 25. maí síðastliðinn. Félagið hefur unnið að þessari viðurkenningu í allnokkurn tíma og er hér með orðið eitt af fjölmörgum félögum innan ÍBA sem fengið hafa viðurkenninguna undanfarna mánuði.
Nánar ...
25.05.2021

Bergrún endurkjörin formaður DSÍ

Bergrún endurkjörin formaður DSÍÁrsþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2021 var haldið 21. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu var skýrsla stjórnar lögð fram, reikningar lagðir fram og samþykktir, sem og fjárhagsáætlun. Góðar og gagnlegar umræður sköpuðust svo um málefni dansíþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
21.05.2021

Þórey Edda 1. varaforseti ÍSÍ

Fyrsti fundur nýkjörinnar framkvæmdastjórnar ÍSÍ var haldinn í gær, 20. maí, í höfuðstöðvum ÍSÍ. Á fundinum samþykkti stjórnin skipan í embætti framkvæmdastjórnar.
Nánar ...