Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.11.2020 - 28.11.2020

Ársþing LH 2020

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
23

23.10.2020

Ólympíuhópur birtur - 9 mánuðir til leika

Ólympíuhópur birtur - 9 mánuðir til leikaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur unnið með sérsamböndum ÍSÍ að því að skilgreina Ólympíuhóp keppenda vegna leikanna í Tókýó á næsta ári. Um er að ræða þá aðila sem eru að stefna að þátttöku og vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana sem og þá aðila sem sérsambönd ÍSÍ telji að eigi möguleika á þátttöku m.a. með því að vinna sér þátttökurétt í gegnum úrtökumót.
Nánar ...
23.10.2020

#verumhraust og hreyfum okkur

#verumhraust og hreyfum okkurÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.
Nánar ...
19.10.2020

Guðmundur Helgi áfram í stjórn CEV

Guðmundur Helgi áfram í stjórn CEVÁrsþing Alþjóða blaksambandsins (CEV) var haldið þann 16. október sl. í Vínarborg. Þingið átti að fara fram í Rússlandi en var fært til Vínar vegna Kórónuveirufaraldursins til að auka þátttöku á þinginu til muna. Blaksamband Íslands (BLÍ) sendi ekki fulltrúa á þingið að þessu sinni vegna Kórónuveirufaraldursins. Færeyjingar fóru með atkvæði Íslands.
Nánar ...
16.10.2020

Sandgerðisskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Sandgerðisskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍÞann 6. október sl. tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er haldið ár hvert til að hvetja nemendur skólans til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk hlupu samtals 1445 km og í frétt á vefsíðu Sandgerðisskóla segir „en það er meira en að keyra frá Sandgerði og fara hringinn í kringum landið, taka auka rúnt um Reykjanesið og enda ferðalagið í Sandgerði“.
Nánar ...
16.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing FRÍ 2020Þann 2. október sl. fór 62. ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þingið var óvanalegt á margan hátt, en því hafði tvívegis verið frestað. Sóttvarnir voru í hávegum hafðar á þinginu, en því var einnig streymt beint. Að þessu sinni tók ársþingið aðeins einn dag, en ekki tvo líkt og áður.
Nánar ...
14.10.2020

Hugum að heilsunni #verumhraust

Hugum að heilsunni #verumhraustÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana.
Nánar ...