Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

30.10.2018

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmálaVakin er athygli á að mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki af safnliðum á sviði lista og menningararfs. Einnig er auglýst eftir umsóknum um stofnstyrki til íþrótta- og æskulýðsmála. Tekið er fram að veittir eru styrkir til: Mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.
Nánar ...
29.10.2018

Sýnum karakter - Jákvæð íþróttamenning

Sýnum karakter - Jákvæð íþróttamenningRáðstefnan „Jákvæð íþróttamenning“ verður haldin í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 til 16:00 þann 2. nóvember nk. Miðinn á ráðstefnuna kostar 2500 kr. og hægt er að kaupa miða hér. Vinnustofa í tengslum við jákvæða íþróttamenningu verður haldin 3. og 4. nóvember. Miðinn á vinnustofuna kostar 15.000 kr. – innifalið er ráðstefnan þann 2. nóvember, vinnustofan, bókin Coaching Psycological skills in youth football: Developing The 5Cs og hádegismatur á laugardeginum. Hægt er að nálgast miða hér.
Nánar ...
26.10.2018

Hestamannafélagið Hörður Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hestamannafélagið Hörður Fyrirmyndarfélag ÍSÍHestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ miðvikudaginn 24. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins í félagsheimilinu Harðarbóli. Það var Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti Hákoni Hákonarsyni formanni félagsins viðurkenninguna. Á myndinni eru þeir Hákon (til vinstri) og Þráinn.
Nánar ...
26.10.2018

Blaksamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Blaksamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍAfrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og nýverið var gengið frá samningi Blaksambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.
Nánar ...
26.10.2018

Ábyrgð í félagsstarfi

Ábyrgð í félagsstarfiÍ ritinu Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga er gerð grein fyrir þeim lagaramma sem við á í félags- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni á Íslandi og þeim aðgæslu- og eftirlitsskyldum sem hvíla á þeim sem hafa umsjón með börnum. Í ritinu kemur einnig fram hverjir teljast starfsmenn í félags- og tómstundastarfi og hlutverki foreldra lýst í því sambandi. Einnig er talað um möguleika á tryggingum, frítímaslysatryggingum, sem foreldrar taka fyrir börn sín (hluti af fjölskyldutryggingu), ábyrgðartryggingu þeirra sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi, frítímaslysatryggingu barna sem sveitarfélögin eru með og fjölskyldutryggingu foreldra en í þeim felst ábyrgðartrygging. Ritið er gefið út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2012 og höfundur þess er Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor í HR. Ritið má sjá á issuu-síðu ÍSÍ hér fyrir neðan.
Nánar ...
25.10.2018

KR Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

KR Fyrirmyndarfélag ÍSÍKnattspyrnufélag Reykjavíkur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ fyrir allar deildir félagsins sem eru virkar og með viðurkennda íþróttagrein miðvikudaginn 24. október síðastliðinn. Það var Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa deildanna níu auk viðurkenningar til aðalstjórnar sem Gylfi Dalmann Aðalsteinsson tók við. Á myndinni er Þráinn Hafsteinsson lengst til hægri, Gylfi Dalmann við hlið hans og svo fulltrúar deildanna níu.
Nánar ...
25.10.2018

Viðbragðsáætlun ÍSÍ

Viðbragðsáætlun ÍSÍViðbragðsáætlun Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er grunnur fyrir viðbragðsáætlanir íþróttafélaga innan íþróttahreyfingarinnar. Æskilegt er að íþróttafélög deili með sér hugmyndum og reynslu á þessu sviði og komi sér upp eigin viðbragðsáætlun þar sem atriði úr þessu skjali eru höfð til hliðsjónar.
Nánar ...
25.10.2018

Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍAfrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og nýverið var gengið frá samningi Badmintonsambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.
Nánar ...
24.10.2018

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍAfrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og á Paralympic deginum sem fór fram nýlega var gengið frá samningi Íþróttasambands fatlaðra og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.
Nánar ...
24.10.2018

Íslenska íþróttaundrið

Íslenska íþróttaundriðDr. Viðar Halldórsson kynnti rannsókn sína á því hvers vegna íslensk A-landslið í hópíþróttum hafa náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi og raun ber vitni á hádegisfundi í Íþróttamiðstöðinni í maí 2017. Viðar gaf einnig út bók um málið sem ber heitið Sport in Iceland. How Small Nations Achieve International Success. Niðurstöður má helst skýra með menningarlegum sérkennum annars vegar og aukinni fagmennsku hins vegar. Íslendingar nálgist íþróttir sem leik og skemmtun og leikmenn líti á liðsfélaga í landsliðinu sem vini sína. Þar að auki hafi á síðustu árum bæst við aukin fagmennska á öllum sviðum íþrótta með tilkomu erlendra þjálfara, bættrar þjálfaramenntunar og með tilkomu internetsins sé auðveldara að verða sér úti um aukna þekkingu. Þarna er komin blanda af leikgleði, stemningu og vinskap en einnig aga og fagmennsku. Fyrir áhugasama má sjá fundinn í heild sinni á Vimeo-síðu ÍSÍ hér.
Nánar ...
23.10.2018

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍAfrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og var Karatesamband Íslands eitt af fyrstu sérsamböndum ÍSÍ til að undirrita samning vegna styrkveitinga ársins.
Nánar ...