Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

30.04.2021

HHF stefnir á að verða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

HHF stefnir á að verða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ„Það er kraftur í starfi innan sambandsins og aðildarfélaga þess. Það er ánægjulegt að segja frá því að starf ÍFB á Bíldudal er komið aftur á fullt eftir nokkurra ára lægð og gaman að fylgjast með þeim og aðstoða. Þau stefna á að vera með starfsemi um vetraríþróttir, svo sem skíðagöngu og skautaíþróttir og ég hlakka til að starfa með þeim í því. Þess má einnig geta að sambandið sjálft er á lokasprettinum við undirbúning umsóknar um gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.“
Nánar ...
30.04.2021

Er hjólið ekki örugglega í standi?

Er hjólið ekki örugglega í standi?Nú eru einungis fimm dagar til stefnu þar til Hjólað í vinnuna rúllar af stað. Vonandi eru allir búnir að yfirfara hjólið og allan hjólabúnað þannig að allt sé í toppstandi þegar keppnin hefst.
Nánar ...
26.04.2021

Jóhann endurkjörinn formaður JSÍ

Jóhann endurkjörinn formaður JSÍÁrsþing Júdósambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 24. apríl sl. Þingforseti var Arnar Freyr Ólafsson og þingritari Ari Sigfússon. Átta tillögur voru til umfjöllunar á þinginu og var fjallað um þær í þingnefndum á þinginu.
Nánar ...
26.04.2021

Íslensk getspá 35 ára

Íslensk getspá 35 áraAðalfundur Íslenskrar getspár var haldinn í dag á Grand Hótel Reykjavík. Í ár eru 35 ár frá stofnun Íslenskrar getpár og verður þeim tímamótum fagnað síðar á árinu. Mikil áhersla er á aðhald, ábyrgð og stöðugleika í rekstri.
Nánar ...
26.04.2021

Hjólað í vinnuna - allir með!

Hjólað í vinnuna - allir með!Skráning er hafin í Hjólað í vinnuna 2021 enda aðeins níu dagar þar til hjólað verður af stað. Hjólað vinnuna hefst 5. maí nk. og stendur til 25. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna!
Nánar ...
22.04.2021

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!ÍSÍ óskar öllum sambandsaðilum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars! Skrifstofa verður lokuð í dag, sumardaginn fyrsta.
Nánar ...
21.04.2021

Kosningar á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ

Kosningar á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ75. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið sem fjarþing frá Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 7. maí nk. Á þinginu verður kosið um forseta ÍSÍ til næstu fjögurra ára sem og sjö meðstjórnendur til fjögurra ára.
Nánar ...
21.04.2021

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ„Við ákváðum að fara í þessa vegferð og hvað við erum glöð með að hafa lagt í alla þessa vinnu! Við höfum lært ótrúlega mikið á gerð handbókarinnar í tengslum við vottunina og það er þægilegt að hugsa til þess, ef eitthvað kemur upp á við æfingar eða keppni hjá félaginu, að við höfum nú tækin og tólin til að bregðast við og vinna úr þeim málum“, sagði Júlíus formaður félagsins við þessi tímamót.
Nánar ...