Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

27.03.2015

Fundur aðalfararstjóra Smáþjóðaleikanna 2015

Fundur aðalfararstjóra Smáþjóðaleikanna 2015Í gær mættu til landsins fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Alls eru níu þjóðir sem taka þátt í leikunum en það eru Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó, Svartfjallaland og Ísland. Í gærkvöldi var farið í skoðunarferð á þau hótel sem þátttakendur munu gista á í sumar.
Nánar ...
26.03.2015

Lestrarbók um Ólympíuleika

Lestrarbók um ÓlympíuleikaÚt er komin á vegum Námsgagnastofnunar lestrarbók fyrir grunnskólanemendur um Ólympíuleika og ber hún titilinn Hraðar-hærra-sterkar. Heftið fjallar um sögu Ólympíuleikanna að fornu og nýju; sumarleika, vetrarleika, Smáþjóðaleika og Ólympíumót fatlaðra.
Nánar ...
25.03.2015

Karl Gunnlaugsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi HSK

Karl Gunnlaugsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi HSKHéraðssambandið Skarphéðinn hélt 93. ársþing sitt í félagsheimilinu Flúðum sunnudaginn 15. mars sl. Um 100 þingfulltrúar og gestir mættu á þingið sem verður að teljast mjög gott því fresta varð þingi um einn dag vegna veðurs. Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK á þinginu. Reikningar sambandsins voru lagðir fram og samþykktir samhljóða. Um 1.6 milljón kr. hagnaður varð á rekstri sambandsins á liðnu ári.
Nánar ...
25.03.2015

Ársþing Sundsambands Íslands

Ársþing Sundsambands Íslands61. þing Sundsambands Íslands var haldið 6. – 7. mars sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og var þingið afar starfsamt. Stefna SSÍ til næstu tveggja ára sem og afreksstefna SSÍ var samþykkt. Nýir aðilar í stjórn, kjörin til ársins 2019, eru þau Bjarney Guðbjörnsdóttir, Elsa M. Guðmundsdóttir, Pétur Einarsson og Richard Kristinsson. Ingibjörg Kristinsdóttir var kjörin til stjórnarsetu til ársins 2017.
Nánar ...
19.03.2015

Nýr formaður Akstursíþróttasambands Íslands

Nýr formaður Akstursíþróttasambands ÍslandsÁrsþing Akstursíþróttasambands Íslands var haldið 7. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Guðbergur Reynisson gaf ekki áfram kost á sér í embætti formanns og var Tryggvi M. Þórðarson kjörinn formaður sambandsins. Kom fram í ræðu nýkjörins formanns að hann hlakkar til að taka þátt í góðu samstarfi um framtíðaruppbyggingu öflugra akstursíþrótta á Íslandi. Í stjórn AKÍS halda áfram Gunnar Bjarnason, Einar Gunnlaugsson og Ari Jóhannsson.
Nánar ...
19.03.2015

Íþróttafræðasvið HÍ fær veglegan styrk til rannsókna

Veglegur þriggja ára verkefnistyrkur samtals að upphæð 30 milljónir króna kom í hlut vísindamanna Íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands á Laugarvatni á dögunum þegar Rannsóknasjóður Íslands (Rannís) úthlutaði styrkjum. Styrkurinn rennur til rannsóknarverkefnisins „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“.
Nánar ...
17.03.2015

Bláa Lónið - nýr Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015

Bláa Lónið - nýr Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifaði í gær undir samstarfssamning við Bláa Lónið um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Með samningi þessum er Bláa Lónið komið í hóp Gullsamstarfsaðila leikanna. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ skrifuðu undir samninginn ásamt Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins.
Nánar ...
16.03.2015

Blossi í heimsókn í Njarðvíkurskóla

Blossi í heimsókn í NjarðvíkurskólaÍ dag heimsótti Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, Njarðvíkurskóla, ásamt föruneyti frá ÍSÍ, en 5.H.G. í Njarðvíkurskóla var með sigurnafnið Blossi í nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015 sem ÍSÍ efndi til í janúar.
Nánar ...
16.03.2015

Heiðranir á ársþingi HSÞ

Heiðranir á ársþingi HSÞHSÞ hélt ársþing sitt í Skúlagarði í Kelduhverfi sunnudaginn 15. mars síðastliðinn. Þingforseti var Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og stýrði hún þinginu af röggsemi.
Nánar ...
13.03.2015

Góður rekstur hjá UMSB

Góður rekstur hjá UMSBLaugardaginn 7. mars sl. fór ársþing UMSB fram í félagsheimilinu Logalandi. Ágæt mæting var á þingið og mættu 30 fulltrúar frá aðildarfélögum UMSB. Ekki urðu miklar breytingar á stjórn UMSB á þinginu, en Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri var kjörinn áfram í eitt ár og aðrir í stjórn eru Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Sólrún Halla Bjarnadóttir ritari, Ásgeir Ásgeirsson varasambandsstjóri, Þórhildur María Kristinsdóttir meðstjórnandi, Jón Eiríkur Einarsson vara varasambandsstjóri, Aðalsteinn Símonarson vararitari, Þórdís Þórisdóttir varagjaldkeri og Anna Dís Þórarinsdóttir varameðstjórnandi.
Nánar ...
13.03.2015

Heiðranir á ársþingi UMSE

UMSE hélt 94. ársþing sitt að Funaborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars síðastliðinn. Þingforsetar voru þau Elín Stefánsdóttir og Marinó Þorsteinsson og stýrðu þau þinginu af röggsemi.
Nánar ...
13.03.2015

Öflugt ársþing USVH

USVH hélt 74. ársþing sitt á Hvammstanga miðvikudaginn 11. mars. Þingforseti var Guðmundur Haukur Sigurðsson og stýrði hann þinginu af festu og öryggi.
Nánar ...