Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

28.04.2022

Formannsskipti hjá ÍA

Formannsskipti hjá ÍAÁrsþing Íþróttabandalags Akraness fór fram í Tónbergi, húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi, í gær. Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði og samkvæmt lögum.
Nánar ...
28.04.2022

Aðalfundur Íslenskrar getspár 2022

Aðalfundur Íslenskrar getspár 2022Aðalfundur Íslenskrar getspár fór fram á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 25. apríl sl. Þóra Margrét Þórarinsdóttir stjórnarformaður Íslenskrar Getspár setti fundinn. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ var settur fundarstjóri. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár fylgdi úr hlaði ársskýrslu fyrirtækisins og gerði ítarlega grein fyrir helstu þáttum í starfsemi, þróun og áskorunum í starfseminni.
Nánar ...
26.04.2022

Kynningar og kennsla á skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ

Kynningar og kennsla á skilakerfi ÍSÍ og UMFÍElías Atlason, verkefnastjóri ÍSÍ, hefur haldið kynningar víða um land í aprílmánuði og kennt á nýja skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ sem nýlega var tekið í notkun fyrir lögbundin starfsskýrsluskil allra eininga í hreyfingunni.
Nánar ...
25.04.2022

Benedikt endurkjörinn formaður UÍA

Benedikt endurkjörinn formaður UÍAÁrsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) fór fram sunnudaginn 24. apríl á Seyðisfirði. Benedikt Jónsson var endurkjörinn sem formaður UÍA og allir úr fyrrverandi stjórn halda áfram sínum störfum.
Nánar ...
25.04.2022

Skráning í Hjólað í vinnuna hafin!

Skráning í Hjólað í vinnuna hafin!Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2022. Keppnin hefst 4. maí nk. og stendur yfir til 24. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan verkefnið stendur yfir.
Nánar ...
25.04.2022

Starfsamt ársþing FSÍ

Starfsamt ársþing FSÍ ​Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram í Háskólanum í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn. Valdimar Leó Friðriksson var kjörinn þingforseti og Fjóla Þrastardóttir og Helga Svana Ólafsdóttir voru kjörnar þingritarar. Kjörbréf bárust frá 12 félögum og fóru félögin með 34 atkvæði.
Nánar ...
13.04.2022

Íþróttahreyfingin fær 500 m.kr. frá ríkinu

Íþróttahreyfingin fær 500 m.kr. frá ríkinu Sú ánægjulega tilkynning barst frá mennta- og barnamálaráðuneytinu seint í gær að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja íþróttahreyfinguna með 500 m.kr. fjárframlagi sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs.
Nánar ...