Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

28.02.2018

Námskeið í Grikklandi - Umsóknarfrestur rennur út í dag

Námskeið í Grikklandi - Umsóknarfrestur rennur út í dagÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16.-30. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttamaðurinn sem fyrirmynd og áskoranir ólympískra íþróttamanna sem fyrirmynd. Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér starfsemi Alþjóða Ólympíuakademíunnar ásamt því að taka þátt í umræðum um gildi og hugsjónir Ólympíuhreyfingarinnar.
Nánar ...
26.02.2018

31. Karateþing fór fram um helgina

31. Karateþing fór fram um helgina31. Karateþing var haldið laugardaginn 24. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 25 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sótti þingið af hálfu ÍSÍ.
Nánar ...
25.02.2018

PyeongChang 2018 - Lokahátíðin

PyeongChang 2018 - LokahátíðinLoka­hátíð Vetr­arólymp­íu­leik­anna í Pyeongchang fór fram í há­deg­inu í dag á íslenskum tíma. Snorri Einarsson var fánaberi og naut þess hlutverks vel.
Nánar ...
24.02.2018

PyeongChang 2018: Snorri fánaberi

PyeongChang 2018: Snorri fánaberiSnorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á lokahátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. Lokahátíðin fer fram að kvöldi 25. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl.11:00 á ísl.tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Nánar ...
21.02.2018

Námskeið ungra þátttakenda í Grikklandi

Námskeið ungra þátttakenda í GrikklandiÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k.
Nánar ...
20.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni í fullum gangi

PyeongChang 2018 - Keppni í fullum gangiVetrarólympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu eru enn í fullum gangi. Leikunum lýkur þann 25. febrúar, en það kvöld fer lokahátíðin fram og verður sýnt á RÚV 2 kl.11:00.
Nánar ...
18.02.2018

Tvær heiðranir á ársþingi UMSK

Tvær heiðranir á ársþingi UMSK94. ársþing UMSK fór fram í golfskála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar þriðjudaginn 13. febrúar sl. Hanna Carla Jóhannsdóttir, Theodór Kristjánsson og Halla Garðarsdóttir voru kjörin ný í stjórn en aðrir í stjórn sambandsins eru Valdimar Leó Friðriksson formaður, Magnús Gíslason , Guðmundur Sigurbergsson, Lárus B. Lárusson og Þorsteinn Þorbergsson.
Nánar ...
18.02.2018

Ársþingi KSÍ lokið

Ársþingi KSÍ lokið72. ársþing KSÍ fór fram á Hótel Nordica Reykjavík 10. febrúar sl. Þingið var fjölmennt að venju þrátt fyrir leiðinlegt ferðaveður á landinu.
Nánar ...
16.02.2018

PyeongChang 2018 - Snorri stóð sig vel

PyeongChang 2018 - Snorri stóð sig velSnorri Eyþór Ein­ars­son keppti í morgun í 15 km göngu með frjálsri aðferð á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang. Keppendur voru ræstir út með 30 sekúndna millibili en alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni. Snorri náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mín­út­um, 3:21,7 mín­út­um á eft­ir sigurvegaranum Dario Cologna frá Sviss sem er Ólymp­íu­meist­ari. Cologna náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn til að vinna eina skíðagöngugrein á Ólympíuleikum þrisvar sinnum, 2010, 2014 og 2018.
Nánar ...