Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

27.05.2016

Hjólað í vinnuna - verðlaunaafhending kl. 12:10

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður í dag, föstudaginn 27. maí, klukkan 12:10-13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (ATH breytt staðsetning frá því fyrri ár). Allir eru boðnir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
Nánar ...
27.05.2016

Ingigerður endurkjörin formaður ÍRB

Ingigerður endurkjörin formaður ÍRB18. ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ mánudaginn 23. maí síðastliðinn. Ingigerður Sæmundsdóttir formaður IRB setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en alls voru mættir 29 fulltrúar frá sex af tíu aðildarfélögum sambandsins.
Nánar ...
25.05.2016

Jafnrétti til sigurs án hinsegin fordóma

Jafnrétti til sigurs án hinsegin fordómaÍ dag fór fram hádegisfundur um hinsegin fordóma en fyrirlesari var María Helga Guðmundsdóttir landsliðskona í karate og jafningjafræðari hjá Samtökunum 78. Hádegisfundurinn var samvinnuverkefni KSÍ, ÍSÍ og Samtakanna 78.
Nánar ...
25.05.2016

EOC Seminar 2016

EOC Seminar 2016​Á dögunum fór fram 37. málþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC Seminar) í borginni Tarragona á Spáni. Fulltrúar ÍSÍ á málþinginu voru þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
25.05.2016

Hrafnhildi fagnað

Hrafnhildi fagnaðHrafnhildur Lúthersdóttir sundkona hlaut hlýjar móttökur í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær þegar Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Sundfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær stóðu fyrir móttöku þar henni til heiðurs. Var Hrafnhildur heiðruð með blómum og gjöfum en hún vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50m laug í Lundúnum um síðustu helgi.
Nánar ...
24.05.2016

Námskeið í fararstjórn

Námskeið í fararstjórnVegna mikillar eftirspurnar mun ÍSÍ bjóða upp á annað námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 25. maí. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram á þriðjuhæð Íþróttamiðstöðvarinnar í E - sal, kl. 17:00-19:15. Gústaf Adólf Hjaltason verður fyrirlesari á námskeiðinu en hann hefur margra ára reynslu úr íþróttastarfinu og sat meðal annars í framkvæmdarstjórn ÍSÍ.
Nánar ...
20.05.2016

Ársþing UÍF

Ársþing UÍFUngmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar hélt ársþing sitt að Íþróttamiðstöðinni Hóli á Siglufirði fimmtudaginn 19. maí síðastliðinn.
Nánar ...
20.05.2016

Hádegisfundur þann 25. maí - Jafnrétti til sigurs

Hádegisfundur þann 25. maí - Jafnrétti til sigursMiðvikudaginn 25. maí kl.12 standa ÍSÍ, KSÍ og Samtökin 78 fyrir hádegisfundi um málefni hinsegin fólks innan íþrótta og ber fyrirlesturinn heitið Jafnrétti til sigurs - án hinsegin fordóma. Fyrirlesturinn fer fram í E sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Nánar ...
19.05.2016

Frábær árangur á EM50

Frábær árangur á EM50Evrópumót LEN í 50 metra laug fer fram í Ólympíusundlauginni í London 16.-22. maí. Þeir þrír sundmenn sem þegar hafa náð Ólympíulágmörkum í sundi Hrafnhildur Lúthersdóttir, Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa verið að synda frábærlega og tryggja sig ítrekað inn í undanúrslit og úrslit í sínum greinum.
Nánar ...
12.05.2016

Undirbúningur vegna Smáþjóðaleika 2017

Eftir rúmlega eitt ár fara 17. Smáþjóðaleikar Evrópu fram í San Marínó. Hefst þá þriðja umferð leikanna, en þeir fyrstu fóru fram í San Marínó árið 1985 og hafa þeir verið haldnir á tveggja ára fresti síðan. Ísland var gestgjafi leikanna 1997 og 2015 en þau átta lönd sem stofnuðu til leikanna hafa skipt því hlutverki á milli sín frá upphafi. Níunda þjóðin, Svartfjallaland, bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og verða þeir gestgjafar í fyrsta skipti árið 2019
Nánar ...
12.05.2016

Metþátttaka á námskeiði í fararstjórn

Í gær fór fram námskeið í fararstjórn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í umsjón Gústaf Adolfs Hjaltasonar, en Gústaf hefur áratuga reynslu í fararstjórn. Námskeiðið er hugsað fyrir einstaklinga sem taka að sér fararstjórn jafnt innan félaga og sérsambanda og aðra þá sem vilja kynna sér efnið.
Nánar ...