Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
16

30.07.2014

HM unglinga í frjálsíþróttum - gjöf til ÍSÍ

HM unglinga í frjálsíþróttum - gjöf til ÍSÍHilmar Örn Jónsson, keppandi í sleggjukasti, kom færandi hendi á skrifstofu ÍSÍ í dag. Eins og flestir þeir sem fylgjast með íþróttum hafa tekið eftir þá átti Ísland fimm keppendur á HM 19 ára og yngri í frjálsíþróttum sem fram fór í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum í júlí. Þrjú þeirra komust í úrslit og má segja það einstakan árangur fyrir ekki stærri þjóð.
Nánar ...
30.07.2014

Heimsókn til ÍSÍ

Heimsókn til ÍSÍNýverið heimsótti Patrick Baumann höfuðstöðvar ÍSÍ, en hann situr í Alþjóða Ólympíunefndinni og er framkvæmdastjóri FIBA (Alþjóða körfuknattleikssambandsins).
Nánar ...
30.07.2014

London tveimur árum eftir Ólympíuleikana 2012

Nú þegar um tvö ár eru frá opnunarhátíð Ólympíuleikanna 27. júlí 2012, hefur breska ríkisstjórnin gefið út nýja skýrslu sem sýnir jákvæð áhrif Ólympíuleikanna á borgina og Bretland í heild sinni, á meðan á leikunum stóð og frá því að þeim lauk. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, sagði að því tilefni að það væri eitt af áherslum IOC að tryggja jákvæðan ávinning fyrir gestgjafaborgina og viðkomandi land eftir Ólympíuleika. Hann sagðist hafa tekið eftir því, sem Ólympíufari sjálfur, að leikarnir í London hafi verið byggðir upp með íþróttafólkið í huga. Hann sagðist einnig hafa tekið eftir því að gestgjafarnir gerðu ráð fyrir áþreifanlegum ávinning af leikunum sem þeir ætluðu að nýta sér til lengri tíma.
Nánar ...
25.07.2014

Vetrarólympíuleikarnir 2022

Framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) hefur samþykkt að borgirnar Osló (Noregur), Almaty (Kasakstan) og Peking (Kína) færist frá stigi umsækjenda um Vetrarólympíuleikana 2022 í stig þeirra borga sem koma til greina í samkeppninni um að halda leikana.
Nánar ...
24.07.2014

Heimskort breska Ólympíuliðsins

Heimskort breska ÓlympíuliðsinsNú getur hver sem er upplifað Ólympíusögu Breta og ferðast um heiminn á heimskorti á heimasíðu Pinterest. Ólympíusaga Breta nær yfir alla leika frá 1896, frá fyrsta gullverðlaunahafa Breta á Ólympíuleikunum í Aþenu 1896, lyftingamanninum Launceston Elliot, til silfurverðlaunahafa Breta á Ólympíuleikunum í Sochi 2014, krulluliðinu. Á kortinu má einnig sjá verðlaunaárangur Breta, merki Ólympíuleika og aðrar merkar minningar í sögu breska liðsins.
Nánar ...
14.07.2014

Ferð til Ólympíu

Ferð til ÓlympíuÍ júní síðastliðnum fóru þau Sigríður Inga Viggósdóttir og Tryggvi Þór Einarsson til Ólympíu í Grikklandi til að taka þátt í námskeiði á vegum IOA (International Olympic Academy) en þau voru valin úr hópi umsækjenda.
Nánar ...
03.07.2014

Ólympíudeginum fagnað á heimsvísu

Ólympíudeginum fagnað á heimsvísuÁ hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, bað fólk hvaðanæva úr heiminum að hreyfa sig og njóta ávinnings heilbrigðs lífsstíls í setningarræðu sinni á Ólympíudaginn 23. júní. Bach talaði um að nauðsynlegt væri að halda áfram að breiða út vinsældir íþrótta og Ólympíuleikanna, en að sérstök áhersla ætti að fara í það að hvetja fólk, einna helst ungt fólk, til að hreyfa sig. Hann lagði áherslu á að koma sófakartöflunum upp úr sófanum og að eitt af markmiðunum með Ólympíudeginum væri að gera það.
Nánar ...
02.07.2014

Logi og Elsa mynda hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015

Logi og Elsa mynda hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015Logi Jes Kristjánsson og Elsa Nielsen mynda hönnunarteymi sem vinnur að hönnun fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Logi og Elsa eru bæði grafískir hönnuðir, en auk þess starfar Logi sem lögreglumaður. Þau voru bæði afreksíþróttamenn í sinni íþrótt, Elsa í badmintoni og Logi í sundi. Þau kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, en Elsa keppti einnig á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
Nánar ...