Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

28.09.2017

Heimsókn forseta ÍSÍ til HSH

Heimsókn forseta ÍSÍ til HSHForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og föruneyti heimsóttu starfssvæði Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu 26. september sl. Heimsóknin hófst í Laugargerðisskóla þar sem Harpa Jónsdóttir formaður Íþróttafélags Miklaholtshrepps og Sigurður Jónsson kennari í Laugargerðisskóla tóku á móti hópnum.
Nánar ...
28.09.2017

Íþróttavika Evrópu #BeActive

Íþróttavika Evrópu #BeActiveFjölmargir viðburðir eru á dagskrá Íþróttaviku Evrópu og einn þeirra er hjólaferð um Öskjuhlíð og Fossvogsdal laugardaginn 30. september kl.12:00 í boði Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Mæting er við vatnsbrunninn við ylströndina í Nauthólsvík og hægt verður að velja um tvær hjólaleiðir. Félagar úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur munu fara yfir helstu atriði þess sem þarf við hjólreiðar og annast leiðsögn á leiðinni. Ókeypis er á viðburðinn og eru allir velkomnir. ÍSÍ hvetur alla til að mæta og vera virk.
Nánar ...
27.09.2017

Íþróttavika Evrópu í fullum gangi

Íþróttavika Evrópu í fullum gangiÞann 23. september hófst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir til 30. september. Þetta er í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin á Íslandi en hún var fyrst haldin árið 2015.
Nánar ...
26.09.2017

Hjólum í skólann í september

Hjólum í skólann í septemberÍSÍ stendur fyrir hvatningarverkefninu Hjólum í skólann 2017 þar sem framhaldsskólanemendur og starfsfólk framhaldsskólanna er hvatt til að nota virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Verkefnið er í fullum gangi nú í september.
Nánar ...
26.09.2017

Göngum í skólann í Vestmannaeyjum og Húsaskóla

Göngum í skólann í Vestmannaeyjum og Húsaskóla​Verkefnið Göngum í skólann hófst 6. september og lýkur 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Nánar ...
25.09.2017

Hreint íþróttafólk fær verðlaunin sín afhent

Hreint íþróttafólk fær verðlaunin sín afhentÁ nýloknu heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum í London fengu sextán íþróttamenn loksins afhend þau verðlaun sem þeir unnu til, en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur reynt að bæta íþróttafólkinu upp fyrir svindlið gegn þeim með því að afhenda þeim verðlaun sín á stórum viðburðum með viðhöfn.
Nánar ...
22.09.2017

Íþróttavika Evrópu hefst á morgun

Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert.
Nánar ...