Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

17.02.2016

Guðmundur Pétursson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Guðmundur Pétursson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍGuðmundur Pétursson hrl., var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands 13. febrúar síðastliðinn. Guðmundur var forseti þingsins og stýrði því fumlaust og af röggsemi. Hann hefur gegnt því embætti í áratugi en tilkynnti á þinginu að hann hygðist ekki stýra fleiri þingum KSÍ.
Nánar ...
17.02.2016

Lært og miðlað

Lært og miðlaðHeilmikið er lagt uppúr fræðslu og miðlun til og meðal ungmennanna sem taka þátt í Ólympíuleikum ungmenna í Lillehammer.
Nánar ...
17.02.2016

Vorfjarnám ÍSÍ í fullum gangi

Vorfjarnám ÍSÍ í fullum gangiVorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun er í fullum gangi þessa dagana, bæði á 1. og 2. stigi almenns hluta námsins. Samtals eru um 50 nemendur í náminu að þessu sinni og koma þeir frá fjölmörgum íþróttagreinum s.s. handknattleik, körfuknattleik, fimleikum, sundi, júdó, glímu, bogfimi og knattspyrnu.
Nánar ...
15.02.2016

70. ársþing KSÍ gekk vel

70. ársþing KSÍ gekk velÁrsþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn síðastliðinn. Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Þórarinn Gunnarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn KSÍ og bauð Kristinn Jakobsson sig fram í varastjórn í hans stað.
Nánar ...
14.02.2016

Lyfjaeftirlitsfræðsla

LyfjaeftirlitsfræðslaAlþjóða lyfjaeftirlitið WADA stendur fyrir ýmis konar fræðslu og forvarnarstarfi. Hér á Ólympíuleikum ungmenna kynna fulltrúar WADA baráttuna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum fyrir þátttakendum.
Nánar ...
13.02.2016

Keppni hafin í Lillehammer

Keppni hafin í LillehammerKeppni er hafin á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Lillehammer. Í dag kepptu þau Dagur Benediktsson og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir.
Nánar ...